Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Snorri Másson skrifar 25. júní 2021 13:50 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45