Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júní 2021 13:45 Dr. Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglu. Vísir/Vilhelm Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Nefnd um eftirlit með störf lögreglu telur að háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að svokölluðu Ásmundarsalarmáli, þar sem fjármálaráðherra var viðstaddur Þorláksmessusamkvæmi hvar sóttvarnareglur voru sagðar brotnar, hafi verið ámælisverð. Samkvæmt nefndinni var mikill dráttur á afhendingu upptaka úr búkmyndavélum lögreglumannanna til nefndarinnar. Þá virðist sem átt hafi verið við upptökurnar að hluta. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglunnar. „Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað óeðlilegt þarna, hvernig þetta fór fram. En það verður að liggja fyrir vegna þess að öll þessi óvissa, getur lögregla átt við þessar upptökur úr búkmyndavélum, er einhver þriðji aðili sem á að halda utan um þetta? Þetta þarf bara að liggja fyrir,“ segir Margrét. Þá telur nefndin að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem reyndist síðan vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Margrét telur óheppilegt í hvaða farveg málið er nú komið og sú mikla óvissa sem skapast hefur í kjölfarið. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það sé svarað fyrir það núna, hvers vegna það vantaði, ekki bara fyrir það að það hafi mögulega verið átt við þessar upptökur. Það þarf að svara fyrir það hvers vegna dagbókarfærsla lögreglu var efnislega röng, hvers vegna það dróst að afhenda nefndinni þessi gögn, og svo einmitt af hverju það vantaði upptökur í gögnin eða hvort það hafi verið átt við þau.“ Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira
Nefnd um eftirlit með störf lögreglu telur að háttsemi tveggja lögreglumanna, sem komu að svokölluðu Ásmundarsalarmáli, þar sem fjármálaráðherra var viðstaddur Þorláksmessusamkvæmi hvar sóttvarnareglur voru sagðar brotnar, hafi verið ámælisverð. Samkvæmt nefndinni var mikill dráttur á afhendingu upptaka úr búkmyndavélum lögreglumannanna til nefndarinnar. Þá virðist sem átt hafi verið við upptökurnar að hluta. Margrét Valdimarsdóttir, lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, segir málið geta rýrt traust til lögreglunnar. „Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað óeðlilegt þarna, hvernig þetta fór fram. En það verður að liggja fyrir vegna þess að öll þessi óvissa, getur lögregla átt við þessar upptökur úr búkmyndavélum, er einhver þriðji aðili sem á að halda utan um þetta? Þetta þarf bara að liggja fyrir,“ segir Margrét. Þá telur nefndin að vísbendingar séu uppi um að fréttatilkynning sem lögreglan sendi frá sér á aðfangadagsmorgun hafi verið efnislega röng. Í tilkynningunni, sem berst fjölmiðlum daglega undir heitinu Dagbók lögreglu, kom fram að ráðherra í ríkisstjórn Íslands, sem reyndist síðan vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefði verið meðal gesta í fjörutíu til fimmtíu manna samkvæmi í sal í miðbænum kvöldið áður. Margrét telur óheppilegt í hvaða farveg málið er nú komið og sú mikla óvissa sem skapast hefur í kjölfarið. „Ég tel að það sé mjög mikilvægt að það sé svarað fyrir það núna, hvers vegna það vantaði, ekki bara fyrir það að það hafi mögulega verið átt við þessar upptökur. Það þarf að svara fyrir það hvers vegna dagbókarfærsla lögreglu var efnislega röng, hvers vegna það dróst að afhenda nefndinni þessi gögn, og svo einmitt af hverju það vantaði upptökur í gögnin eða hvort það hafi verið átt við þau.“
Lögreglumál Lögreglan Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Sjá meira