Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2021 08:48 Britney Spears á tónleikum árið 2016. Getty Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. Frá þessu segir söngkonan í færslu á Instagram, en Spears mætti fyrir dómara á miðvikudag og krafðist þess endurheimta sjálfræði sitt. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur haft forræði yfir fjárhag og einkalífi söngkonunnar í einhver þrettán ár, eða frá því að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Söngkonan segir að fyrirkomulagið feli meðal annars í sér að hún verði að notast við getnaðarvarnir og komi í veg fyrir að hún geti gifst kærasta sínum. Í færslunni segir Spears að hún hafi ekki rætt málið áður vegna „stolts“. „Ég er að vekja athygli fólks á þessu þar sem ég vil ekki að það haldi að líf mitt sé fullkomið þar sem svo er alls ekki, og ef þið hafið lesið eitthvað um mig í fréttum í vikunni, þá vitið þið virkilega að það er það alls ekki.“ Hún bað aðdáendur sína sömuleiðis afsökunar fyrir að hafa falið sannleikann fyrir þeim. „Ég gerði það vegna stolts míns og ég skammaðist mín fyrir hvað kom fyrir mig,“ sagði Spears. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Söngkonan sagði í 23 mínútna ræðu sinni fyrir dómara á miðvikudag, að hún hafi verið í afneitun í öll þessu ár. „Ég hef verið í losti. Ég er í áfalli. […] Ég vil bara líf mitt aftur.“ Jamie Spears, faðir hennar, svaraði því svo til að hann hafi ávallt haft hagsmuni hennar að leiðarljósi. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Frá þessu segir söngkonan í færslu á Instagram, en Spears mætti fyrir dómara á miðvikudag og krafðist þess endurheimta sjálfræði sitt. Faðir hennar, Jamie Spears, hefur haft forræði yfir fjárhag og einkalífi söngkonunnar í einhver þrettán ár, eða frá því að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Söngkonan segir að fyrirkomulagið feli meðal annars í sér að hún verði að notast við getnaðarvarnir og komi í veg fyrir að hún geti gifst kærasta sínum. Í færslunni segir Spears að hún hafi ekki rætt málið áður vegna „stolts“. „Ég er að vekja athygli fólks á þessu þar sem ég vil ekki að það haldi að líf mitt sé fullkomið þar sem svo er alls ekki, og ef þið hafið lesið eitthvað um mig í fréttum í vikunni, þá vitið þið virkilega að það er það alls ekki.“ Hún bað aðdáendur sína sömuleiðis afsökunar fyrir að hafa falið sannleikann fyrir þeim. „Ég gerði það vegna stolts míns og ég skammaðist mín fyrir hvað kom fyrir mig,“ sagði Spears. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) Söngkonan sagði í 23 mínútna ræðu sinni fyrir dómara á miðvikudag, að hún hafi verið í afneitun í öll þessu ár. „Ég hef verið í losti. Ég er í áfalli. […] Ég vil bara líf mitt aftur.“ Jamie Spears, faðir hennar, svaraði því svo til að hann hafi ávallt haft hagsmuni hennar að leiðarljósi.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13
„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31