Eins og fullur kakkalakki hafi hannað þetta barnalega svindl Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2021 17:01 Barnalegur svindlarinn fékk það óþvegið þegar hann knúði dyra hjá Flosa Þorgeirssyni, sem hundskammaði mannfýluna. Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur og tónlistarmaður lét netsvikahrapp heyra það í grjóthörðu svari. „Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama. Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
„Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira