Eins og fullur kakkalakki hafi hannað þetta barnalega svindl Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2021 17:01 Barnalegur svindlarinn fékk það óþvegið þegar hann knúði dyra hjá Flosa Þorgeirssyni, sem hundskammaði mannfýluna. Flosi Þorgeirsson sagnfræðingur og tónlistarmaður lét netsvikahrapp heyra það í grjóthörðu svari. „Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama. Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
„Salam Khan en heitir samt Davíð Mckey?“ svarar Flosi allöngu bréfi sem honum barst í Facebook-skilaboðum en um er að ræða augljósa svikastarfsemi; hvar gert er út á hrekklausa netverja. Flosi, sem birtir samskipti sín við Salam Khan/Davíð Mckay, segir að þó freistandi sé að hæðast að hrekklausum sálum sem falla fyrir slíku svindli og svínaríi sé vænlegra að beina fyrirlitningu sinni að illmennunum sjálfum en þeim sem vilja trúa á hið góða í náunganum. Og það sé svo að slíkir svindlarar hafi haft 70 milljónir af Íslendingum á síðasta ár. Trúr þeirri sannfæringu sinni tekur Flosi í rassinn á svikahrappnum. Bréf Khan/Mckay hefst innvirðulega: „Sæll Flosi Þorgeirsson, Ég er herra David Mckay, frá Toronto, Kanada. Ég er forseti og forstjóri KONUNGSBANKA KANADA.“ Og svo tekur við vaðall um hversu þakklátur hann sé fyrir að vegir þeirra hafi legið saman og er Salam, sem kynnir sig sem David Mckay, sannfærður um að þar hafi vilji Guðs ráðið. „Ég skrifa til þín varðandi mann / ríkisborgara frá þínu landi, herra Alex Þorgeirsson, sem var eigandi gullnámufyrirtækis hér í Kanada og einnig einn stærsti hluthafi í bannkanum okkar, KONUNGSBANKI KANADA.“ Framhaldið er kunnuglegt flestum þeim sem eru á netinu og hafa fengið slík bréf þar sem stuðst er við frumstæð þýðingaforrit, en svo virðist sem slíkt hafi verið að færast í aukana að undanförnu. Flosi birtir skjáskot af samskiptum þeirra á Facebooksíðu sinni. Flosi lætur Salam heyra það í stuttu svari. Segir ráðlegt að kynna sér siði landa þar sem ætlunin sé að hafa peninga af fólki. „Íslendingar nota ekki ættarnöfn svo þetta „Þorgeirsson“ dæmi þitt er alveg mislukkað. Ég á ekki orð yfir ykkur glæpamenn. Eruð þið ekki einu sinni með tveggja stafa IQ!? Dag eftir dag fæ ég skilaboð frá fólki sem er að reyna eitthvað barnalegt svindl, svo illa hugsað og útfært að það er eins og fullur kakkalakki hafi hannað það,“ segir Flosi. Og kveður manninn við það sama.
Netglæpir Samfélagsmiðlar Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira