Dagur Kár hefur verið með Grindavík frá árinu 2016 fyrir utan tímabilið 2018-19 þegar hann spilaði í Austurríki.
Dagur Kár er enn af bestu leikstjórnendum deildarinnar en í vetur var hann með 16,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í Domino´s deildinni.
„Ég er virkilega ánægður að hafa gert nýjan samning og líður ótrúlega vel í Grindavík. Við erum að halda í sama kjarna fyrir næsta tímabil sem er mjög mikilvægt og eigum bara eftir að verða betri,“ sagði Dagur Kár í samtali við fésbókarsíðu Grindvíkinga.
Grindvíkingar hafa verið að semja við sína lykilmenn að undanförnu en áður höfðu þeir Kristinn Pálsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson framlengt sína samninga.
Grindavíkurliðið endaði í sjötta sæti í deildinni í vetur og datt út í oddaleik á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni.
Í fréttinni á fésbókarsíðu Grindavíkur kemur fram að frekari frétta sé að vænta af leikmannahópum beggja liða Grindavíkur á næstu dögum.