Víkingur í úrslit alþjóðlegrar barþjónakeppni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2021 13:30 Víkingur Thorsteinsson barþjónn. Aðsent Víkingur Thorsteinsson barþjónn og einn af eigendum Jungle Cocktail Bar er kominn í átta manna úrslit í Bacardi Legacy, einni stærstu barþjónakeppni heims. Drykkurinn hans kallast Pangea. Er þetta mikil viðurkenning fyrir íslenska barþjónamenningu enda hörð keppni um allan heim að komast í lokakeppnina. Víkingur er fyrsti íslenski barþjónninn til þess að komast í úrslit keppninnar. 39 keppendur sem allir unnu sína heimamarkaði kepptu í lokakeppni Bacardi Legacy síðustu tvo daga og óhætt að segja að þetta var hörð keppni um plássinn í úrslitin. „Víkingur hefur unnið vel að þessari för síðan hann vann keppnina fyrst hér á landi og barðist svo á móti Finnlandi um sætið í lokakeppninni. Bakvið þessa ferð hafa farið hundruð klukkustunda hjá Víkingi við að kynna drykk sinn og Bacardi Legacy, allt sem hann hefur gert með mikilli prýði og öðrum barþjónum til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu um þátttöku Víkings í keppninni. Barþjónar sem ná að keppa í alþjóðlegu keppninni eru oftast eftirsóttir í verkefni um allan heim og mun þetta því hugsanlega vera stór stökkpallur fyrir Víking í hans starfi. Lokakeppnin fer fram á miðvikudaginn í næstu viku. Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Er þetta mikil viðurkenning fyrir íslenska barþjónamenningu enda hörð keppni um allan heim að komast í lokakeppnina. Víkingur er fyrsti íslenski barþjónninn til þess að komast í úrslit keppninnar. 39 keppendur sem allir unnu sína heimamarkaði kepptu í lokakeppni Bacardi Legacy síðustu tvo daga og óhætt að segja að þetta var hörð keppni um plássinn í úrslitin. „Víkingur hefur unnið vel að þessari för síðan hann vann keppnina fyrst hér á landi og barðist svo á móti Finnlandi um sætið í lokakeppninni. Bakvið þessa ferð hafa farið hundruð klukkustunda hjá Víkingi við að kynna drykk sinn og Bacardi Legacy, allt sem hann hefur gert með mikilli prýði og öðrum barþjónum til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu um þátttöku Víkings í keppninni. Barþjónar sem ná að keppa í alþjóðlegu keppninni eru oftast eftirsóttir í verkefni um allan heim og mun þetta því hugsanlega vera stór stökkpallur fyrir Víking í hans starfi. Lokakeppnin fer fram á miðvikudaginn í næstu viku.
Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira