Víkingur í úrslit alþjóðlegrar barþjónakeppni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. júní 2021 13:30 Víkingur Thorsteinsson barþjónn. Aðsent Víkingur Thorsteinsson barþjónn og einn af eigendum Jungle Cocktail Bar er kominn í átta manna úrslit í Bacardi Legacy, einni stærstu barþjónakeppni heims. Drykkurinn hans kallast Pangea. Er þetta mikil viðurkenning fyrir íslenska barþjónamenningu enda hörð keppni um allan heim að komast í lokakeppnina. Víkingur er fyrsti íslenski barþjónninn til þess að komast í úrslit keppninnar. 39 keppendur sem allir unnu sína heimamarkaði kepptu í lokakeppni Bacardi Legacy síðustu tvo daga og óhætt að segja að þetta var hörð keppni um plássinn í úrslitin. „Víkingur hefur unnið vel að þessari för síðan hann vann keppnina fyrst hér á landi og barðist svo á móti Finnlandi um sætið í lokakeppninni. Bakvið þessa ferð hafa farið hundruð klukkustunda hjá Víkingi við að kynna drykk sinn og Bacardi Legacy, allt sem hann hefur gert með mikilli prýði og öðrum barþjónum til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu um þátttöku Víkings í keppninni. Barþjónar sem ná að keppa í alþjóðlegu keppninni eru oftast eftirsóttir í verkefni um allan heim og mun þetta því hugsanlega vera stór stökkpallur fyrir Víking í hans starfi. Lokakeppnin fer fram á miðvikudaginn í næstu viku. Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Er þetta mikil viðurkenning fyrir íslenska barþjónamenningu enda hörð keppni um allan heim að komast í lokakeppnina. Víkingur er fyrsti íslenski barþjónninn til þess að komast í úrslit keppninnar. 39 keppendur sem allir unnu sína heimamarkaði kepptu í lokakeppni Bacardi Legacy síðustu tvo daga og óhætt að segja að þetta var hörð keppni um plássinn í úrslitin. „Víkingur hefur unnið vel að þessari för síðan hann vann keppnina fyrst hér á landi og barðist svo á móti Finnlandi um sætið í lokakeppninni. Bakvið þessa ferð hafa farið hundruð klukkustunda hjá Víkingi við að kynna drykk sinn og Bacardi Legacy, allt sem hann hefur gert með mikilli prýði og öðrum barþjónum til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningu um þátttöku Víkings í keppninni. Barþjónar sem ná að keppa í alþjóðlegu keppninni eru oftast eftirsóttir í verkefni um allan heim og mun þetta því hugsanlega vera stór stökkpallur fyrir Víking í hans starfi. Lokakeppnin fer fram á miðvikudaginn í næstu viku.
Matur Drykkir Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira