Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 23:45 Íhaldsmenn á tröppum ríkisþingsins Michigan í Lansing. Þeir krefjast þess að úrslit kosninganna verði rannsökuð með sama hætti og repúblikanar í Arizona létu gera. Sú endurskoðun hefur verið harðlega gagnrýnd. AP/David Eggert Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Michigan var eitt þeirra lykilríkja þar sem Joe Biden hafði nauman sigur á Trump í forsetakosningunum í nóvember. Trump heldur því fram enn þann dag í dag að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í Michigan og fleiri ríkjum og fjölmargir repúblikanar taka undir þær ásakanir. Rannsókn eftirlitsnefndar öldungadeildar ríkisþings Michigan leiddi þó ekki í ljós nein kerfisbundin eða stórfelld kosningasvik. Niðurstaða hennar sætir ekki síst tíðindum því repúblikana, sem eru með meirihluta í deildinni, stýra nefndinni. Í skýrslu sem nefndin birti í dag sögðu nefndarmenn að íbúar Michigan gæti borið traust til þess að úrslit kosninganna hafi verið „raunveruleg úrslitin“. Biden hlaut um 155.000 fleiri atkvæði en Trump þar um 2,8 prósent munur. „Fáránlegar“ ásakanir um svik Skýrsluhöfundar voru ómyrkir í máli um ábyrgð þeirra sem dreifðu samsæriskenningum um að svik hefðu verið í tafli í kosningunum. „Nefndin ráðleggur borgurunum eindregið að beina gagnrýnum augum og eyrum þá sem hafa haldið uppi sannanlega fölskum kenningum í eiginhagsmunaskyni,“ segir í skýrslunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Hvöttu nefndarmenn dómsmálaráðherra ríkisins til þess að rannsaka þá sem héldu uppi stoðlausum ásökunum um framkvæmd kosninganna í Antrim-sýslu. Mikil svikabrigsl upphófust þegar Biden var ranglega lýstur sigurvegari í Antrim. Um mannleg mistök var að ræða sem voru leiðrétt. Ekkert misjafnt kom í ljós þegar atkvæði þar voru handtalin aftur. Þá höfnuðu skýrsluhöfundar sérstaklega nokkrum samsæriskenningum sem bandamenn Trump héldu á lofti, þar á meðal að látið fólk hefði greitt atkvæði og að tugum þúsunda falsaðra utankjörfundaratkvæða hefði verið laumað inn á talningarstað í skjóli nætur í Detroit. Lýstu nefndarmennirnir sumum ásökunum Trump-liða eins og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump, sem „fáránlegum“. Jeff Irwin, eini demókratinn í nefndinni, gerði athugasemd við að repúblikanarnir tveir sem sitja með honum í nefndinni hafi verið á meðal ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem báðu Bandaríkjaþing um að rannsaka „trúverðugar“ ásakanir um kosningasvik 4. janúar, tveimur dögum áður en þingið staðfesti kosningaúrslitin. „Það er óheppilegt að ríkisþing Michigan hafi tekið þátt í sirkusnum, dregið fram vitni sem voru ekki trúverðug eða sem héldu fram augljósum rangindum til þess að ýta undir þá lygi að úrslitin í Michigan væru spillt,“ sagði Irwin. Krefjast endurskoðunar líkt og í Arizona Óvíst er hvort að niðurstaða nefndarinnar undir forystu repúblikana hafi mikil áhrif á afstöðu flokkssystkina þeirra. Hópur repúblikana í Michigan kröfðust þess á dögunum að þar færi fram endurskoðun á kosningaúrslitunum í anda umdeildrar rannsóknar repúblikana í Arizona. Endurskoðunin í Arizona, þar sem Biden vann einnig sigur, hefur sætt harðri gagnrýni. Repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins réðu einkafyrirtæki til að fara yfir atkvæði og kosningavélar en eigandi fyrirtækisins tók þátt í að dreifa samsæriskenningum um kosningasvik þar. Sérfræðingar hafa sagt að endurskoðunin sé ekki trúverðug og geti rýrt traust kjósenda á kosningum. Þá heldur Trump áfram að ljúga um að svik hafi kostað sig endurkjör í yfirlýsingum sem hann sendir reglulega frá sér. Þeim fáu repúblikönum sem hafa andæft lygum fyrrverandi forsetans um kosningarnar hefur markvisst verið ýtt til hliðar um allt landið. Þá hafa repúblikanar í fjölmörgum ríkjum nýtt sér stoðlausar ásakanir Trump og félaga sem átyllu til þess að herða lög um framkvæmd kosninga sem gagnrýnendur þeirra segi að geri fólki erfiðara að kjósa, sérstaklega svörtu fólki sem er mun líklegra til þess að kjósa demókrata en repúblikana. Þrátt fyrir að repúblikanarnir í Michigan hafi ekki fundið nein merki um kosningasvik þar leggja þeir fram breytingar á lögum um kosningar þar til að koma í veg fyrir möguleg svik.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira