„Ég er með gott fréttanef“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 20:00 Finnbogi Örn Rúnarsson heldur nú úti fréttamiðlinum Fréttir með Finnboga á Instagram. VÍSIR/EGILL Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef. Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka. Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka.
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira