„Ég er með gott fréttanef“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 20:00 Finnbogi Örn Rúnarsson heldur nú úti fréttamiðlinum Fréttir með Finnboga á Instagram. VÍSIR/EGILL Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef. Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka. Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Finnbogi Örn, og vinkona hans og aðstoðarkona Melkorka Assa, hafa stofnað nýjan fréttamiðil: Fréttir með Finnboga. Miðillinn er þó nokkuð óhefðbundinn en fréttirnar eru sagðar á hringrásinni á samfélagsmiðlinum Instagram og fjalla allar um mál sem tengjast Hafnarfirði. Verkefnið er hluti af Skapandi Sumarstörfum. „Í þessari viku erum við að sýna merkileg hús og erum búin að fara til dæmis á Byggðasafnið og við fórum í Siggubæ,“ segir Melkorka en þema vikunnar eru gömul hús í Hafnarfirði. „Ég er með gott fréttanef“ Finnbogi er fréttamaðurinn, enda algjör fréttafíkill eins og hann segir sjálfur, og Melkora framleiðandinn. „Hann er oft á undan mér með fréttirnar og segir mér frá hlutum sem ég vissi ekki einu sinni af,“ segir Melkorka og Finnbogi tekur undir. Ertu með gott fréttanef? „Já, ég er með gott fréttanef,“ segir Finnbogi sposkur. Finnbogi Örn og Melkorka Assa eru góðir vinir og vinna vel saman. Vísir/Egill Einar og Edda Sif heilla mest Eru ákveðnar fréttir sem þér finnst skemmtilegri en aðrar? „Jarðskjálftar og eitthvað,“ segir Finnbogi en hamfarafréttirnar heilla mest. Finnbogi mun þun halda sig við það að fjalla um mál úr Hafnarfirði í sumar. Hann segist vera aðdáandi nokkurra fréttamanna en tveir standa klárlega upp úr en það eru Einar Þorsteinsson, umsjónarmaður Kastljóss, og Edda Sif Pálsdóttir, íþróttafrétta- og dagskrárgerðarkona. Finnbogi og Melkorka segjast vinna vel saman. „Finnbogi er bara geggjaður fréttamaður og ótrúlega opinn og honum finnst gaman að spyrja fólk og er hreinskilin,“ segir Melkorka.
Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira