Erlent

Páfa­­garður mótmælir banni á haturs­áróðri gegn hin­segin fólki

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Páfagarður hefur mótmælt tillögu um bann á hatri gegn hinsegin fólki.
Páfagarður hefur mótmælt tillögu um bann á hatri gegn hinsegin fólki. EPA

Páfagarður hefur hvatt ítölsk stjórnvöld til að breyta lagatillögu sem myndi glæpavæða fordóma gegn hinsegin fólki. Páfagarður segist áhyggjufullur um að lögin myndu takmarka hugsanafrelsi kaþólsku kirkjunnar.

Fréttastofa Corriere della Sera greinir frá því að breski erkibiskupinn Richard Gallagher, sem er samskiptastjóri Vatíkansins, hafi afhent ítölskum stjórnvöld bréf þess efnis að hluti tillögunnar brjóti á sáttmála sem kaþólska kirkjan gerði við Ítalíu á þriðja áratug síðustu aldar. Í þeim sáttmála eru frelsi og réttindi kirkjunnar tryggð.

Fréttir um bréfið hefur vakið upp miklar deilur um lögin, sem eru til þess gerð að gera ofbeldi og hatursorðræðu gegn hinsegin fólki og fötluðu fólki, auk kvenhaturs, ólöglegt. Þá hafa stuðningsmenn laganna hafa ýtt enn frekar á að þau verði samþykkt.

Lögin voru samþykkt af neðri deild ítalska þingsins í nóvember en efri deild þingsins hefur enn ekki tekið lagatillöguna fyrir. Hagræðingar innan ríkisstjórnarinnar og andstaða hægriflokka hefur sett enn eitt strikið í reikninginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×