„Með því lélegra sem ég hef tekið þátt í“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 22:10 Guðmann Þórisson var miður sín eftir tapið fyrir Breiðabliki. vísir/vilhelm „Manni líður eins illa og það verður held ég. Þetta held að þetta hafi bara verið með því lélegra sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Guðmann Þórisson, miðvörður FH, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld. FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
FH sá ekki til sólar í leik kvöldsins þar sem Breiðablik var með tögl og hagldir frá upphafi til enda. Guðmann er ósáttur með hvernig hans lið tókst á við það að fá á sig mark eftir rúmlega kortersleik. „Við byrjum svo sem ágætlega, í svona tíu mínútur, svo bara fáum við mark á okkur og það er svolítið alveg sama hvað við tölum um það, að ef við fáum mark á okkur kemur smá panik og það gerðist bara nákvæmlega það sem við höfum talað um að eigi ekki að gerast,“ „Ekki það að við höfum bara verið lélegir, þeir voru líka frábærir. Þetta var algjörlega verðskuldað og þeir hefðu eiginlega bara átt að vinna stærra. Það er bara sannleikurinn.“ „Þetta var bara hrikalegt og eins mikil yfirspilun og það gerist.“ segir Guðmann. Gott að sjá að Jason var með meðvitund Það fór um margan á Kópavogsvelli þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar á 33. mínútu og kallað var eftir lækni úr stúkunni. Mörgum var hugsað til hjartaáfalls Christians Eriksen í leik Dana og Finna á EM nýlega en Guðmann sagði gott að sjá að Jason var þó með meðvitund allan tímann. „Auðvitað er þetta hryllilegt að sjá, ég veit ekki hvað kom fyrir eða hvað gerist, en þetta virtist ekki eins alvarlegt, hann var með meðvitund. Þá var maður aðeins öruggari með að þetta væri í lagi, að hann var ekki alveg dottinn út. Í hvert skipti sem einhver leikmaðru hnígur niður þá er manni náttúrulega ekki sama. En það komu fréttir að hann væri í lagi, sem er frábært.“ segir Guðmann. FH þurfi að drulla sér í gang Eftir að hafa fengið 10 stig af 12 í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni hefur FH leikið fimm leiki, að leik kvöldsins meðtöldum, og aðeins fengið eitt stig. Guðmann segir liðsfélaga sína þurfa að hugsa sinn gang. „Það er alveg á hreinu að það vantar ekki gæði. Ég held bara að hver einn og einasti í FH þurfi bara að drulla sér í gang. Það geta allir spilað vel þegar vel gengur. Þetta var ein mesta drulla sem ég hef tekið þátt í, en í hinum leikjum, fyrir utan kannski Leiknisleikinn, höfum við verið allt í lagi. En eftir svona leik þá þurfa menn bara að hugsa hvort þeir vilja vera í þessu ef þeir geta ekki gert betur en þetta.“ segir Guðmann. Aðspurður um hvort þetta geti virkað til að vekja FH til lífsins segir hann: „Wake-up callið á að vera löngu komið. Við erum FH, FH tapar ekki þremur leikjum í röð, hvað þá að fá ekki sigur í fimm leikjum. Þannig að menn þurfa að átta sig á að þeir eru í FH. Það þarf meira.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira