Langreyndir starfsmenn látnir fara í hópuppsögn eftir einkavæðingu Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 20:34 Einkaaðilar tóku nýlega við rekstri hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Akureyrarbær Heilsuvernd ehf., einkafyrirtæki sem tók við rekstri hjúkrunarheimila fyrir Sjúkratryggingar Íslands á Akureyri í aprílmánuði, hefur á undanförnum dögum sagt upp á þriðja tug starfsmanna öldunarheimilanna. Samkvæmt upplýsingum Vísis eru þeir sem missa starfið orðnir um 25 talsins. Þar á meðal er almennt starfsfólk en einnig yfirstjórnendur. Stjórnendur fyrirtækisins hafa talað um að þeir sem verði ráðnir inn í staðinn verði ráðnir inn á öðrum kjarasamningum, sem séu hagstæðari fyrir fyrirtækið. Framkvæmdastjóri átti ekki von á uppsagnarbréfi Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Hlíðar, Halldór S. Guðmundsson, er á meðal þeirra sem fengu uppsagnarbréf í dag og hann er strax hættur störfum. Halldór Guðmundsson á ráðstefnu í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Ég átti ekki endilega von á þessu,“ segir Halldór í samtali við Vísi. „Ég hélt að það væri samhljómur í áherslum og hugmyndum og vonandi verður svo áfram þótt þeir meti það þannig að ég sé ekki lengur hluti af myndinni.“ Halldór hefur verið framkvæmdastjóri hjá Öldrunarheimilum Akureyrar frá ársbyrjun 2013 en hafði fyrir það starfað við öldrunarmál frá um 1982. Hann hefur því nærri fjörutíu ára reynslu í greininni. Halldór veit ekki annað en að ráðist sé í uppsagnirnar núna í því skyni að „ná utan um reksturinn.“ 25 störf eru þó meira en 10% stöðugilda vinnustaðarins, þannig að uppsagnirnar hljóta í fljótu bragði að koma niður á þjónustunni að mati Halldórs. „Ég veit ekki hvernig menn hugsa það. Þjónusta við eldra fólk inni á hjúkrunarheimilum er mönnuð með sirkabát tæplega einu stöðugildi á hvern íbúa, eins og liggur skýrt fyrir í nýrri skýrslu. Ef þau ætla að fækka þeim hlýtur það að hafa áhrif, nema eitthvað annað komi í staðinn. Þetta hefur haft þetta samhengi, það vitum við sem höfum starfað í þessu.“ Hagræðing viðbúin Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju, staðfestir að 6 af 150 félagsmönnum hans inni á hjúkrunarheimilunum hafi fengið uppsagnarbréf. Þeir eru á öllum aldri. Björn segir viðbúið að fyrirtækið sé að ráðast í hagræðingu með þessum hætti. „Átti maður ekki von á þessu? Ef bærinn gat ekki rekið þetta og einkafyrirtæki var fengið í það gat maður átt von á að svona kæmi upp,“ segir Björn. Starfsmenn sem Vísir hefur fengið upplýsingar um eru ekki beðnir um að vinna uppsagnarfrestinn, sem eru sex mánuðir í flestum tilvikum. Vísir sagði frá því fyrr í kvöld að 64 ára kona með 20 ára starfsaldur hefði verið látin taka pokann sinn í dag. Hætt við að þetta sé fyrsta skrefið Bæði Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Akureyringur, hafa gagnrýnt aðgerðir hjúkrunarheimilisins og hlutaðeigandi yfirvalda. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Logi segir þetta á ábyrgð heilbrigðisráðherra; þetta sé sorglegt en fyrirsjáanlegt. „Í stað þess að ríkið tæki við rekstrinum einsog tíðkast víða um land, ákvað heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin að bjóða hann út og einkahlutafélag tók við honum fyrir nokkrum vikum. Og nú er sem sagt hagræðingin hafin.“ „Því miður er hætt við að þetta sé bara fyrsta skrefið og þau næstu verði heldur ekki í þágu alls þess gamla fólks sem á skilið að lifa síðustu árin við öryggi, góðan aðbúnað og eins góð lífsgæði og frekast er unnt. Þau eiga það inni hjá okkur sem yngri erum,“ skrifar Logi á Facebook. Drífa Snædal skrifar: „Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. eru tekin við rekstrinum á Hlíð á Akureyri og tvínóna ekki við hlutina. 64 ára gömul kona sem hefur starfað á hjúkrunarheimilinu í 20 fékk sent þetta bréf. Svei þeim og svei arðvæðingunni! Nú á að losa sig við “dýra” starfsfólkið og ná “hagræðingu”. Starfsfólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitarfélagsins!“ Akureyri Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sagt upp 64 ára eftir 20 ár í starfi Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu. 18. júní 2021 18:35 Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Vísis eru þeir sem missa starfið orðnir um 25 talsins. Þar á meðal er almennt starfsfólk en einnig yfirstjórnendur. Stjórnendur fyrirtækisins hafa talað um að þeir sem verði ráðnir inn í staðinn verði ráðnir inn á öðrum kjarasamningum, sem séu hagstæðari fyrir fyrirtækið. Framkvæmdastjóri átti ekki von á uppsagnarbréfi Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Hlíðar, Halldór S. Guðmundsson, er á meðal þeirra sem fengu uppsagnarbréf í dag og hann er strax hættur störfum. Halldór Guðmundsson á ráðstefnu í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Ég átti ekki endilega von á þessu,“ segir Halldór í samtali við Vísi. „Ég hélt að það væri samhljómur í áherslum og hugmyndum og vonandi verður svo áfram þótt þeir meti það þannig að ég sé ekki lengur hluti af myndinni.“ Halldór hefur verið framkvæmdastjóri hjá Öldrunarheimilum Akureyrar frá ársbyrjun 2013 en hafði fyrir það starfað við öldrunarmál frá um 1982. Hann hefur því nærri fjörutíu ára reynslu í greininni. Halldór veit ekki annað en að ráðist sé í uppsagnirnar núna í því skyni að „ná utan um reksturinn.“ 25 störf eru þó meira en 10% stöðugilda vinnustaðarins, þannig að uppsagnirnar hljóta í fljótu bragði að koma niður á þjónustunni að mati Halldórs. „Ég veit ekki hvernig menn hugsa það. Þjónusta við eldra fólk inni á hjúkrunarheimilum er mönnuð með sirkabát tæplega einu stöðugildi á hvern íbúa, eins og liggur skýrt fyrir í nýrri skýrslu. Ef þau ætla að fækka þeim hlýtur það að hafa áhrif, nema eitthvað annað komi í staðinn. Þetta hefur haft þetta samhengi, það vitum við sem höfum starfað í þessu.“ Hagræðing viðbúin Björn Snæbjörnsson, formaður stéttarfélagsins Einingar-Iðju, staðfestir að 6 af 150 félagsmönnum hans inni á hjúkrunarheimilunum hafi fengið uppsagnarbréf. Þeir eru á öllum aldri. Björn segir viðbúið að fyrirtækið sé að ráðast í hagræðingu með þessum hætti. „Átti maður ekki von á þessu? Ef bærinn gat ekki rekið þetta og einkafyrirtæki var fengið í það gat maður átt von á að svona kæmi upp,“ segir Björn. Starfsmenn sem Vísir hefur fengið upplýsingar um eru ekki beðnir um að vinna uppsagnarfrestinn, sem eru sex mánuðir í flestum tilvikum. Vísir sagði frá því fyrr í kvöld að 64 ára kona með 20 ára starfsaldur hefði verið látin taka pokann sinn í dag. Hætt við að þetta sé fyrsta skrefið Bæði Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Akureyringur, hafa gagnrýnt aðgerðir hjúkrunarheimilisins og hlutaðeigandi yfirvalda. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Logi segir þetta á ábyrgð heilbrigðisráðherra; þetta sé sorglegt en fyrirsjáanlegt. „Í stað þess að ríkið tæki við rekstrinum einsog tíðkast víða um land, ákvað heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin að bjóða hann út og einkahlutafélag tók við honum fyrir nokkrum vikum. Og nú er sem sagt hagræðingin hafin.“ „Því miður er hætt við að þetta sé bara fyrsta skrefið og þau næstu verði heldur ekki í þágu alls þess gamla fólks sem á skilið að lifa síðustu árin við öryggi, góðan aðbúnað og eins góð lífsgæði og frekast er unnt. Þau eiga það inni hjá okkur sem yngri erum,“ skrifar Logi á Facebook. Drífa Snædal skrifar: „Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. eru tekin við rekstrinum á Hlíð á Akureyri og tvínóna ekki við hlutina. 64 ára gömul kona sem hefur starfað á hjúkrunarheimilinu í 20 fékk sent þetta bréf. Svei þeim og svei arðvæðingunni! Nú á að losa sig við “dýra” starfsfólkið og ná “hagræðingu”. Starfsfólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitarfélagsins!“
Akureyri Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sagt upp 64 ára eftir 20 ár í starfi Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu. 18. júní 2021 18:35 Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16 Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Sagt upp 64 ára eftir 20 ár í starfi Sextíu og fjögurra ára gamalli konu með 20 ára starfsreynslu var sagt upp störfum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri á dögunum, en ætla má að uppsögnin sé liður í hagræðingaraðgerðum nýrra rekstraraðila heimilisins, sem tóku við fyrir skemmstu. 18. júní 2021 18:35
Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. 20. maí 2021 06:16
Vandi hjúkrunarheimila aðkallandi en lausnin ekki auðfundin Fjárlaganefnd Alþingis segir rekstrarvanda hjúkrunarheimila aðkallandi en ekki sé ljóst hvernig taka eigi á honum. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir bráðavanda blasa við og lýsir yfir miklum vonbrigðum með stjórnvöld. 26. maí 2021 12:15