Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2021 13:47 Geðraskanir á borð við þunglyndi eru algeng ástæða þess að fólk dettur af vinnumarkaði. Vandinn liggur fyrir en úrræðin skortir. Stéttarfélög niðurgreiða sjálfræðiþjónusta en það gerir ríkið ekki sem þýðir að einungis hinir ríku og þeir sem eru á vinnumarkaði geta nýtt sér sálfræðiþjónustu. vísir/GETTY Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, veltir því fyrir sér hvort einróma samþykktir Alþingis um greiðsluþátttöku ríkisins sé sýndargjörningur. Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón. Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón.
Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira