Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. júní 2021 17:27 Magnús Norðdahl er lögmaður fólks úr hópi þeirra sem Útlendingastofnun neitaði um þjónustu með ólögmætum hætti. Vísir/Sigurjón Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins. Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25