Móður veitt forsjá í forsjárdeilu Árni Sæberg skrifar 18. júní 2021 10:32 Málið rataði inn á borð Hæstaréttar Íslands. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu. Ágreiningur foreldranna verður einkum rakinn til þess að móðirin hefur sakað föðurinn um að hafa brotið kynferðislega gegn barninu og telur hún það ekki öruggt í hans umsjá. Af þeirri ástæðu hefur móðirin takmarkað umgengni barnsins við föðurinn allt frá hausti 2018. Í september árið 2018 tilkynnti móðirin Barnavernd Reykjavíkur þann grun sinn að faðirinn hefði brotið kynferðislega gegn dóttur þeirra. Hún mætti síðan til lögreglu í október sama ár og lagði fram kæru á hendur föðurnum. Hún gaf skýrslu hjá lögreglu þann dag og greindi frá því að faðirinn hefði sagt sér vorið 2013 að hann hefði brotið kynferðislega gegn hálfsystur sinni samfeðra, en um er að ræða atvik frá þeim tíma þegar hann var 13 ára en systirin 5 ára. Faðirinn játaði fyrir héraðsdómi að hafa brotið gegn hálfsystur sinni í bernsku. Einnig sagði móðirin að hún hefði tekið eftir því að föðurnum hefði risið hold þegar hann annaðist dóttur þeirra og jafnframt í samskiptum við hund sem kom inn á heimilið árið 2014. Þá greindi hún frá því að haustið 2016 hefði hún komið heim og þótt aðstæður grunsamlegar þar sem hún hitti föðurinn fyrir lausgyrtan og bleyja barnsins eins og hún hefði verið toguð niður að framan. Auk þess nefndi hún fleiri tilvik sem henni þóttu grunsamleg. Eitt þeirra hefði átt sér stað um sumarið 2018 en þá hefði stúlkan sagt við móður sína án nokkurs tilefnis þegar hún var að skipta á henni: „En ekki margir puttar.“ Loks hefði stúlkan í september sama ár, þegar móðirin var að svæfa hana, klórað sér í klofinu og sagt „pabbi skegg kitlar.“ Um morguninn hefði móðirin síðan tekið eftir að útferð var í nærbuxum barnsins. Rannsókn felld niður Faðirinn var handtekinn í október 2018 og færður til yfirheyrslu. Hann neitaði eindregið að hafa brotið gegn dóttur sinni og kvaðst ekki hafa neinar óeðlilegar kenndir til barna. Hann kannaðist þó við að vera viðkvæmur þannig að sér risi hold af engu tilefni án þess að ástæður þess væru kynferðislegar. Nánar spurður sagði hann að þetta hefði ekkert að gera með barnið fremur en eitthvað annað. Lögregla felldi rannsókn málsins niður enda taldi hún ekki tilefni til að halda henni áfram. Meint kynferðisbrot mannsins voru ekki tekin til greina við meðferð málsins hjá dómstólum. Föðurnum upphaflega dæmd forsjá Faðirinn höfðaði mál fyrir héraðsdómi í apríl 2019 og krafðist þess að fá einn forsjá dóttur sinnar. Móðirin andmælti og krafðist forsjár. Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá og jafna umgengni. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi móðurinni forsjá og ákvað að umgengni föðurins yrði frá laugardegi til þriðjudags, aðra hvora viku. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki væri unnt að dæma sameiginlega forsjá sökum samskiptaörðuleika foreldranna. Fór svo að móðurinni var dæmd forsjá barnsins. Í skýrslu matsmanns kom fram að báðir foreldrar væru fullhæfir til að annast barnið. Móðirin var ósátt við matið og óskaði eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna. Beiðni hennar var hafnað á öllum dómstigum. Föðurnum dæmd mikil umgengni Hæstiréttur telur að barninu sé fyrir bestu að vera í sem mestum samskiptum við föður sinn. Í því skyni var föðurnum dæmd nokkuð mikil umgengni við barnið. Það verður hjá föður sínum frá fimmtudegi til sunnudags, aðra hvora viku. Þá mun barnið dvelja hjá föðurnum viku í senn á tveggja mánaða fresti. Í niðurstöðum dómsins kom fram að meint kynferðisbrot föðursins gagnvart barninu hefðu enga þýðingu fyrir ákvörðun um umgengni. Með öðrum orðum telur Hæstiréttur barninu ekki stafa nokkur hætta af föður sínum. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn hennar breytt. Dómsmál Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira
Ágreiningur foreldranna verður einkum rakinn til þess að móðirin hefur sakað föðurinn um að hafa brotið kynferðislega gegn barninu og telur hún það ekki öruggt í hans umsjá. Af þeirri ástæðu hefur móðirin takmarkað umgengni barnsins við föðurinn allt frá hausti 2018. Í september árið 2018 tilkynnti móðirin Barnavernd Reykjavíkur þann grun sinn að faðirinn hefði brotið kynferðislega gegn dóttur þeirra. Hún mætti síðan til lögreglu í október sama ár og lagði fram kæru á hendur föðurnum. Hún gaf skýrslu hjá lögreglu þann dag og greindi frá því að faðirinn hefði sagt sér vorið 2013 að hann hefði brotið kynferðislega gegn hálfsystur sinni samfeðra, en um er að ræða atvik frá þeim tíma þegar hann var 13 ára en systirin 5 ára. Faðirinn játaði fyrir héraðsdómi að hafa brotið gegn hálfsystur sinni í bernsku. Einnig sagði móðirin að hún hefði tekið eftir því að föðurnum hefði risið hold þegar hann annaðist dóttur þeirra og jafnframt í samskiptum við hund sem kom inn á heimilið árið 2014. Þá greindi hún frá því að haustið 2016 hefði hún komið heim og þótt aðstæður grunsamlegar þar sem hún hitti föðurinn fyrir lausgyrtan og bleyja barnsins eins og hún hefði verið toguð niður að framan. Auk þess nefndi hún fleiri tilvik sem henni þóttu grunsamleg. Eitt þeirra hefði átt sér stað um sumarið 2018 en þá hefði stúlkan sagt við móður sína án nokkurs tilefnis þegar hún var að skipta á henni: „En ekki margir puttar.“ Loks hefði stúlkan í september sama ár, þegar móðirin var að svæfa hana, klórað sér í klofinu og sagt „pabbi skegg kitlar.“ Um morguninn hefði móðirin síðan tekið eftir að útferð var í nærbuxum barnsins. Rannsókn felld niður Faðirinn var handtekinn í október 2018 og færður til yfirheyrslu. Hann neitaði eindregið að hafa brotið gegn dóttur sinni og kvaðst ekki hafa neinar óeðlilegar kenndir til barna. Hann kannaðist þó við að vera viðkvæmur þannig að sér risi hold af engu tilefni án þess að ástæður þess væru kynferðislegar. Nánar spurður sagði hann að þetta hefði ekkert að gera með barnið fremur en eitthvað annað. Lögregla felldi rannsókn málsins niður enda taldi hún ekki tilefni til að halda henni áfram. Meint kynferðisbrot mannsins voru ekki tekin til greina við meðferð málsins hjá dómstólum. Föðurnum upphaflega dæmd forsjá Faðirinn höfðaði mál fyrir héraðsdómi í apríl 2019 og krafðist þess að fá einn forsjá dóttur sinnar. Móðirin andmælti og krafðist forsjár. Héraðsdómur dæmdi föðurnum forsjá og jafna umgengni. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms og dæmdi móðurinni forsjá og ákvað að umgengni föðurins yrði frá laugardegi til þriðjudags, aðra hvora viku. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki væri unnt að dæma sameiginlega forsjá sökum samskiptaörðuleika foreldranna. Fór svo að móðurinni var dæmd forsjá barnsins. Í skýrslu matsmanns kom fram að báðir foreldrar væru fullhæfir til að annast barnið. Móðirin var ósátt við matið og óskaði eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna. Beiðni hennar var hafnað á öllum dómstigum. Föðurnum dæmd mikil umgengni Hæstiréttur telur að barninu sé fyrir bestu að vera í sem mestum samskiptum við föður sinn. Í því skyni var föðurnum dæmd nokkuð mikil umgengni við barnið. Það verður hjá föður sínum frá fimmtudegi til sunnudags, aðra hvora viku. Þá mun barnið dvelja hjá föðurnum viku í senn á tveggja mánaða fresti. Í niðurstöðum dómsins kom fram að meint kynferðisbrot föðursins gagnvart barninu hefðu enga þýðingu fyrir ákvörðun um umgengni. Með öðrum orðum telur Hæstiréttur barninu ekki stafa nokkur hætta af föður sínum. Fréttin hefur verið uppfærð og fyrirsögn hennar breytt.
Dómsmál Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Sjá meira