Miklatorg nýtt hjarta Hlíðanna í tillögum um Miklubraut í stokk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 16:50 Gert er ráð fyrir í flestum tillögunum að umferðarmiðstöð, Miklatorg, verði ofanjarðar við gatnamót Snorrabrautar og Miklubrautar. Vísir/Reykjavíkurborg Fimm tillögur að uppbyggingu á og við Miklubrautarstokk voru kynntar á opnum fundi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í gær. Tillögurnar fela allar í sér mikla uppbyggingu byggðar á og við stokkana. Fimm tillögur voru kynntar á fundinum: tillaga Traðar, Kanon og VSÓ; tillaga Yrki, DLD og Hnit; Tillaga ASK, Eflu og Gagríns; tillaga T.ark, SEW, Verkís og ITP; og tillaga Arkís, Landslags og Mannvits. Í fyrstu tillögunni sem var kynnt, tillögu Arkís, Landslags og Mannvits, er lögð til uppbygging á nýju torgi, Miklatorgi, sem verði fjölbreytt miðsvæði sem bjóði upp á verslun, þjónustu og atvinnuhúsnæði í bland við fjölbreyttar íbúðir. Lega Borgarlínu muni falla vel að þessari nýju þéttu borgarbyggð. Þar er gert ráð fyrir þriggja til fimm hæða byggð og segir í tillögunni að lögð verði sérstök áhersla á svæðið sunnan Norðurmýrar, þar sem nú sé gjá með þungum straumi umferðar sem skeri byggðina í sundur. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir stokki á einni hæð, sem muni liggja þar sem Miklabraut og Hringbraut liggja í dag. Þar verði tvær akreinar í hvora átt. Snorrabraut muni liggja á yfirborði, ofan á og þvert á stokkinn og muni tengjast Bústaðavegi á yfirborði. Á Miklatorgi er svo gert ráð fyrir að verði umferðarmiðstöð Borgarlinu og að frá miðstöðinni liggi Borgarlínuleið til vesturs að Hörpu og Háskóla Íslands og í austur til Grafarvogs og Mosfellsbæjar. Þá verði Borgarlínuleið til suðurs yfir Kársnesbrú til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Í annarri tillögu, tillögu Yrkis, DLD og Hnit er lögð áhersla á að tengja saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðurmýri og Hlíðarenda. Þá verði byggður upp hverfiskjarni þar sem kjarnastöð Borgarlínu verður. Þá verði stóru útivistarsvæðin Klambratún og Öskjuhlíð tengd saman gegn um Hlíðarenda með minni almenningsgörðum og torgum. Lagt er til að meginumferð Miklubrautar til austurs og vesturs fari í stokk undir Snorrabraut. Snorrabraut veðri síðan framlengd ofan á stokknum yfir á Arnarhlíð og Nauthólsveg. Umferð í vestur eftir Bústaðavegi fari svo ofan í stokkinn og yfir Miklubraut þar sem umferðin tengist síðan vesturstraumi brautarinnar. Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi á austurenda lóðar Landspítalans, undir kjarnastöð Borgarlínunnar. Þá verði hægt að aka beint úr stokknum inn í bílastæðahúsið og aftur út. Þá er lagt til að ný byggð verði ofan á stokknum sem muni tengja saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðurmýri og Hlíðarenda. Í tillögu Traðar, Kanon og VSÓ er lagt til að með tilkomu stokksins verði gerð ný samgöngumiðstöð, Miklatorg, sem verði ofan- og neðanjarðar. Þar á meðal verði þar kjarnastöð Borgarlínu og samþætt byggð ofan á stokknum. Hverfi norðan og sunnan Miklubrautar sameinist í nýju hverfi á Hlíðarenda og Landspítalalóð. Undir Miklatorgi verði stokkurinn að hluta á tveimur hæðum. Neðst liggi fjórar akreinar Miklubrautar og Hringbrautar. Á efri hæð stokksins veðri aðkoma að kjallara samgöngumiðstöðvar fyrir almenningssamgöngur af landsbyggðinni, hraðleiðir sem ekki stoppi á biðstöðvum í Hlíðum. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að aka beint úr stokknum í bílakjallara á Landspítalalóð og möguleiki sé á að tengja stokkinn til norðurs upp Snorrabraut. T.Ark, SEW, Verkís og ITP leggja til að umferðarkerfið verði þriggja hæða. Neðst verði Miklabraut, svo Bústaðavegur og á yfirborði verði Borgarlínan. Auk Miklubrautar í stokk verður Bústaðarvegur tengdur Snorrabraut í stokki og að- og afreinar sömuleiðis undir yfirborðinu. Þannig skapist enn meiri möguleikar á að tengja saman hverfin og tryggja öruggar leiðir fyrir hjólandi og gangandi. Í stað þungrar umferðar um Miklubraut verði þar byggð og útivistarsvæði. Í fimmtu og jafnframt síðustu tillögunni, tillögu Asks, Eflu og Gagarín, er Miklatorg enn og aftur hjartað í tillögunni. Lögð er áhersla á að Spítalinn, háskólarnir tveir, flugvöllurinn, íþróttasvæðið á Hlíðarenda og útivistarsvæðin í Öskjuhlíð og Klambratúni tengist nánari böndum. Meginumferð bíla frá austurs til vesturs verði færð í stokk og opnist því svæðið á nýjum forsendum allra ferðamáta. Snorrabrautin verði þó áfram á sínum stað og tengist Hlíðarenda með Borgarlínu. Hægt er að lesa meira um tillögurnar hér. Skipulag Reykjavík Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Miklabraut og Sæbraut í stokk Opinn fundur Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk hefst í dag klukkan 9 og stendur til klukkan 11. 15. júní 2021 08:30 Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. 13. júní 2021 09:00 „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fimm tillögur voru kynntar á fundinum: tillaga Traðar, Kanon og VSÓ; tillaga Yrki, DLD og Hnit; Tillaga ASK, Eflu og Gagríns; tillaga T.ark, SEW, Verkís og ITP; og tillaga Arkís, Landslags og Mannvits. Í fyrstu tillögunni sem var kynnt, tillögu Arkís, Landslags og Mannvits, er lögð til uppbygging á nýju torgi, Miklatorgi, sem verði fjölbreytt miðsvæði sem bjóði upp á verslun, þjónustu og atvinnuhúsnæði í bland við fjölbreyttar íbúðir. Lega Borgarlínu muni falla vel að þessari nýju þéttu borgarbyggð. Þar er gert ráð fyrir þriggja til fimm hæða byggð og segir í tillögunni að lögð verði sérstök áhersla á svæðið sunnan Norðurmýrar, þar sem nú sé gjá með þungum straumi umferðar sem skeri byggðina í sundur. Í þeirri tillögu er gert ráð fyrir stokki á einni hæð, sem muni liggja þar sem Miklabraut og Hringbraut liggja í dag. Þar verði tvær akreinar í hvora átt. Snorrabraut muni liggja á yfirborði, ofan á og þvert á stokkinn og muni tengjast Bústaðavegi á yfirborði. Á Miklatorgi er svo gert ráð fyrir að verði umferðarmiðstöð Borgarlinu og að frá miðstöðinni liggi Borgarlínuleið til vesturs að Hörpu og Háskóla Íslands og í austur til Grafarvogs og Mosfellsbæjar. Þá verði Borgarlínuleið til suðurs yfir Kársnesbrú til Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Í annarri tillögu, tillögu Yrkis, DLD og Hnit er lögð áhersla á að tengja saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðurmýri og Hlíðarenda. Þá verði byggður upp hverfiskjarni þar sem kjarnastöð Borgarlínu verður. Þá verði stóru útivistarsvæðin Klambratún og Öskjuhlíð tengd saman gegn um Hlíðarenda með minni almenningsgörðum og torgum. Lagt er til að meginumferð Miklubrautar til austurs og vesturs fari í stokk undir Snorrabraut. Snorrabraut veðri síðan framlengd ofan á stokknum yfir á Arnarhlíð og Nauthólsveg. Umferð í vestur eftir Bústaðavegi fari svo ofan í stokkinn og yfir Miklubraut þar sem umferðin tengist síðan vesturstraumi brautarinnar. Gert er ráð fyrir bílastæðahúsi á austurenda lóðar Landspítalans, undir kjarnastöð Borgarlínunnar. Þá verði hægt að aka beint úr stokknum inn í bílastæðahúsið og aftur út. Þá er lagt til að ný byggð verði ofan á stokknum sem muni tengja saman íbúabyggð í Hlíðum við Norðurmýri og Hlíðarenda. Í tillögu Traðar, Kanon og VSÓ er lagt til að með tilkomu stokksins verði gerð ný samgöngumiðstöð, Miklatorg, sem verði ofan- og neðanjarðar. Þar á meðal verði þar kjarnastöð Borgarlínu og samþætt byggð ofan á stokknum. Hverfi norðan og sunnan Miklubrautar sameinist í nýju hverfi á Hlíðarenda og Landspítalalóð. Undir Miklatorgi verði stokkurinn að hluta á tveimur hæðum. Neðst liggi fjórar akreinar Miklubrautar og Hringbrautar. Á efri hæð stokksins veðri aðkoma að kjallara samgöngumiðstöðvar fyrir almenningssamgöngur af landsbyggðinni, hraðleiðir sem ekki stoppi á biðstöðvum í Hlíðum. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að aka beint úr stokknum í bílakjallara á Landspítalalóð og möguleiki sé á að tengja stokkinn til norðurs upp Snorrabraut. T.Ark, SEW, Verkís og ITP leggja til að umferðarkerfið verði þriggja hæða. Neðst verði Miklabraut, svo Bústaðavegur og á yfirborði verði Borgarlínan. Auk Miklubrautar í stokk verður Bústaðarvegur tengdur Snorrabraut í stokki og að- og afreinar sömuleiðis undir yfirborðinu. Þannig skapist enn meiri möguleikar á að tengja saman hverfin og tryggja öruggar leiðir fyrir hjólandi og gangandi. Í stað þungrar umferðar um Miklubraut verði þar byggð og útivistarsvæði. Í fimmtu og jafnframt síðustu tillögunni, tillögu Asks, Eflu og Gagarín, er Miklatorg enn og aftur hjartað í tillögunni. Lögð er áhersla á að Spítalinn, háskólarnir tveir, flugvöllurinn, íþróttasvæðið á Hlíðarenda og útivistarsvæðin í Öskjuhlíð og Klambratúni tengist nánari böndum. Meginumferð bíla frá austurs til vesturs verði færð í stokk og opnist því svæðið á nýjum forsendum allra ferðamáta. Snorrabrautin verði þó áfram á sínum stað og tengist Hlíðarenda með Borgarlínu. Hægt er að lesa meira um tillögurnar hér.
Skipulag Reykjavík Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Bein útsending: Miklabraut og Sæbraut í stokk Opinn fundur Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk hefst í dag klukkan 9 og stendur til klukkan 11. 15. júní 2021 08:30 Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. 13. júní 2021 09:00 „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Bein útsending: Miklabraut og Sæbraut í stokk Opinn fundur Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk hefst í dag klukkan 9 og stendur til klukkan 11. 15. júní 2021 08:30
Bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Ríkisstjórnin fékk í liðinni viku samþykkta 120 milljón króna aukafjárveitingu til Strætó sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarin tíu ár hefur ríkissjóður styrkt Strætó um u.þ.b. 900 milljónir króna á ári. 13. júní 2021 09:00
„Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42