NBA dagsins: Kevin Durant sýndi okkur það í nótt að hann er sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 16:31 Giannis Antetokounmpo horfir hér á Kevin Durant fagna en Grikkinn sagði Durant vera besta leikmann heims eftir frammistöðuna með Brooklyn Nets í nótt. AP/Kathy Willens Það er erfitt að finna betri leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar en Kevin Durant átti í nótt. Í algjörum lykilleik og þegar liðið hans mætti vængbrotið til leiks steig hann fram og sýndi og sannaði hversu stórbrotinn leikmaður hann er. Það er ekkert skrýtið að spekingar og aðrir keppist við það að lýsa því yfir að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims. Þetta var fyrsta alvöru yfirlýsing hans eftir að hann kom til baka eftir hásinarslit. Kevin Durant played all 48 minutes tonight in Game 5, the first time a player has done so in an #NBAPlayoffs game since LeBron James during Game 7 of the Eastern Conference Finals on May 27, 2018! #NBAVault pic.twitter.com/GqJA1PWesb— NBA History (@NBAHistory) June 16, 2021 Kevin Durant var með 49 stiga þrennu í átta stiga sigri á Milwaukee Bucks sem kom Brooklyn Nets í 3-2 Nets liðið vann lokaleikhlutann með tólf stigum þar sem Durant skoraði 20 stig eða aðeins stigi minna en allt Bucks liðið til samans. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Last two players to score 48+ points while playing all 48 minutes in a regulation playoff game:Kevin Durant, tonightKobe Bryant, 2001LEGENDARY. pic.twitter.com/w6nOiLBP5R— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) June 16, 2021 Brooklyn Nets lenti mest sautján stigum undir og saknaði mikið stórstjörnunnar Kyrie Irving. James Harden lék sinn fyrsta leik í einvíginu en var ekki sami Harden og við erum vön að sjá. Þetta stóð því allt og féll með Kevin Durant. Hann brást ekki á úrslitastundu. Durant var með 17 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og bauð upp á sjötíu prósent skotnýtingu og 81 prósent vítanýtingu. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað, tekið af fráköstum og gefið á stoðsendingum í úrslitakeppninni til þessa. Það kom allt í sama leiknum. Kevin Durant finished Tuesday's game against the Bucks with 49 pts, 17 rebs & 10 ast. @KDTrey5 is the 4th player in NBA playoff history to play the entire game & lead both teams outright in pts, rebs & ast joining LeBron james (2x), Wilt Chamberlain & Oscar Robertson pic.twitter.com/4INZFtuCCW— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 16, 2021 Steve Nash tók Durant aldrei út af í leiknum. „Hvað get ég sagt ykkur. Þetta er engin óskastaða en ef við hefðum ekki spilað honum í 48 mínútur þá hefðum við líklega ekki unnið í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun eða frekar auðveld ákvörðun sem var mjög erfið að taka,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum í nótt en þetta var eini leikur kvöldsins. Klippa: NBA dagsins (frá 15. júní 2021) NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að spekingar og aðrir keppist við það að lýsa því yfir að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims. Þetta var fyrsta alvöru yfirlýsing hans eftir að hann kom til baka eftir hásinarslit. Kevin Durant played all 48 minutes tonight in Game 5, the first time a player has done so in an #NBAPlayoffs game since LeBron James during Game 7 of the Eastern Conference Finals on May 27, 2018! #NBAVault pic.twitter.com/GqJA1PWesb— NBA History (@NBAHistory) June 16, 2021 Kevin Durant var með 49 stiga þrennu í átta stiga sigri á Milwaukee Bucks sem kom Brooklyn Nets í 3-2 Nets liðið vann lokaleikhlutann með tólf stigum þar sem Durant skoraði 20 stig eða aðeins stigi minna en allt Bucks liðið til samans. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Last two players to score 48+ points while playing all 48 minutes in a regulation playoff game:Kevin Durant, tonightKobe Bryant, 2001LEGENDARY. pic.twitter.com/w6nOiLBP5R— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) June 16, 2021 Brooklyn Nets lenti mest sautján stigum undir og saknaði mikið stórstjörnunnar Kyrie Irving. James Harden lék sinn fyrsta leik í einvíginu en var ekki sami Harden og við erum vön að sjá. Þetta stóð því allt og féll með Kevin Durant. Hann brást ekki á úrslitastundu. Durant var með 17 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og bauð upp á sjötíu prósent skotnýtingu og 81 prósent vítanýtingu. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað, tekið af fráköstum og gefið á stoðsendingum í úrslitakeppninni til þessa. Það kom allt í sama leiknum. Kevin Durant finished Tuesday's game against the Bucks with 49 pts, 17 rebs & 10 ast. @KDTrey5 is the 4th player in NBA playoff history to play the entire game & lead both teams outright in pts, rebs & ast joining LeBron james (2x), Wilt Chamberlain & Oscar Robertson pic.twitter.com/4INZFtuCCW— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 16, 2021 Steve Nash tók Durant aldrei út af í leiknum. „Hvað get ég sagt ykkur. Þetta er engin óskastaða en ef við hefðum ekki spilað honum í 48 mínútur þá hefðum við líklega ekki unnið í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun eða frekar auðveld ákvörðun sem var mjög erfið að taka,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum í nótt en þetta var eini leikur kvöldsins. Klippa: NBA dagsins (frá 15. júní 2021)
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn