NBA dagsins: Kevin Durant sýndi okkur það í nótt að hann er sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2021 16:31 Giannis Antetokounmpo horfir hér á Kevin Durant fagna en Grikkinn sagði Durant vera besta leikmann heims eftir frammistöðuna með Brooklyn Nets í nótt. AP/Kathy Willens Það er erfitt að finna betri leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar en Kevin Durant átti í nótt. Í algjörum lykilleik og þegar liðið hans mætti vængbrotið til leiks steig hann fram og sýndi og sannaði hversu stórbrotinn leikmaður hann er. Það er ekkert skrýtið að spekingar og aðrir keppist við það að lýsa því yfir að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims. Þetta var fyrsta alvöru yfirlýsing hans eftir að hann kom til baka eftir hásinarslit. Kevin Durant played all 48 minutes tonight in Game 5, the first time a player has done so in an #NBAPlayoffs game since LeBron James during Game 7 of the Eastern Conference Finals on May 27, 2018! #NBAVault pic.twitter.com/GqJA1PWesb— NBA History (@NBAHistory) June 16, 2021 Kevin Durant var með 49 stiga þrennu í átta stiga sigri á Milwaukee Bucks sem kom Brooklyn Nets í 3-2 Nets liðið vann lokaleikhlutann með tólf stigum þar sem Durant skoraði 20 stig eða aðeins stigi minna en allt Bucks liðið til samans. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Last two players to score 48+ points while playing all 48 minutes in a regulation playoff game:Kevin Durant, tonightKobe Bryant, 2001LEGENDARY. pic.twitter.com/w6nOiLBP5R— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) June 16, 2021 Brooklyn Nets lenti mest sautján stigum undir og saknaði mikið stórstjörnunnar Kyrie Irving. James Harden lék sinn fyrsta leik í einvíginu en var ekki sami Harden og við erum vön að sjá. Þetta stóð því allt og féll með Kevin Durant. Hann brást ekki á úrslitastundu. Durant var með 17 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og bauð upp á sjötíu prósent skotnýtingu og 81 prósent vítanýtingu. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað, tekið af fráköstum og gefið á stoðsendingum í úrslitakeppninni til þessa. Það kom allt í sama leiknum. Kevin Durant finished Tuesday's game against the Bucks with 49 pts, 17 rebs & 10 ast. @KDTrey5 is the 4th player in NBA playoff history to play the entire game & lead both teams outright in pts, rebs & ast joining LeBron james (2x), Wilt Chamberlain & Oscar Robertson pic.twitter.com/4INZFtuCCW— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 16, 2021 Steve Nash tók Durant aldrei út af í leiknum. „Hvað get ég sagt ykkur. Þetta er engin óskastaða en ef við hefðum ekki spilað honum í 48 mínútur þá hefðum við líklega ekki unnið í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun eða frekar auðveld ákvörðun sem var mjög erfið að taka,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum í nótt en þetta var eini leikur kvöldsins. Klippa: NBA dagsins (frá 15. júní 2021) NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Það er ekkert skrýtið að spekingar og aðrir keppist við það að lýsa því yfir að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims. Þetta var fyrsta alvöru yfirlýsing hans eftir að hann kom til baka eftir hásinarslit. Kevin Durant played all 48 minutes tonight in Game 5, the first time a player has done so in an #NBAPlayoffs game since LeBron James during Game 7 of the Eastern Conference Finals on May 27, 2018! #NBAVault pic.twitter.com/GqJA1PWesb— NBA History (@NBAHistory) June 16, 2021 Kevin Durant var með 49 stiga þrennu í átta stiga sigri á Milwaukee Bucks sem kom Brooklyn Nets í 3-2 Nets liðið vann lokaleikhlutann með tólf stigum þar sem Durant skoraði 20 stig eða aðeins stigi minna en allt Bucks liðið til samans. „Hann er besti leikmaður í heimi akkúrat núna og við þurfum að vinna hann sem eitt lið,“ sagði Giannis Antetokounmpo sem var með 34 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir Bucks liðið. Last two players to score 48+ points while playing all 48 minutes in a regulation playoff game:Kevin Durant, tonightKobe Bryant, 2001LEGENDARY. pic.twitter.com/w6nOiLBP5R— CBS Sports HQ (@CBSSportsHQ) June 16, 2021 Brooklyn Nets lenti mest sautján stigum undir og saknaði mikið stórstjörnunnar Kyrie Irving. James Harden lék sinn fyrsta leik í einvíginu en var ekki sami Harden og við erum vön að sjá. Þetta stóð því allt og féll með Kevin Durant. Hann brást ekki á úrslitastundu. Durant var með 17 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum og bauð upp á sjötíu prósent skotnýtingu og 81 prósent vítanýtingu. Þetta er það mesta sem hann hefur skorað, tekið af fráköstum og gefið á stoðsendingum í úrslitakeppninni til þessa. Það kom allt í sama leiknum. Kevin Durant finished Tuesday's game against the Bucks with 49 pts, 17 rebs & 10 ast. @KDTrey5 is the 4th player in NBA playoff history to play the entire game & lead both teams outright in pts, rebs & ast joining LeBron james (2x), Wilt Chamberlain & Oscar Robertson pic.twitter.com/4INZFtuCCW— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) June 16, 2021 Steve Nash tók Durant aldrei út af í leiknum. „Hvað get ég sagt ykkur. Þetta er engin óskastaða en ef við hefðum ekki spilað honum í 48 mínútur þá hefðum við líklega ekki unnið í kvöld. Þetta var erfið ákvörðun eða frekar auðveld ákvörðun sem var mjög erfið að taka,“ sagði Steve Nash, þjálfari Brooklyn Nets. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum í nótt en þetta var eini leikur kvöldsins. Klippa: NBA dagsins (frá 15. júní 2021)
NBA Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira