Sérstök tilfinning að pukrast fyrir luktum tjöldum í heilt ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 12:46 Valdimar Guðmundsson, Ómar Guðjónsson og Ásgeir Aðalsteinsson hafa stofnað hljómsveitina LÓN. Blóð stúdíó Í dag gefur hljómsveitin LÓN út sitt fyrsta lag en sveitina skipa Valdimar Guðmundsson, Ómar Guðjónsson, Ásgeir Aðalsteinsson. Lagið kallast My Father og myndbandið verður frumsýnt í fyrramálið hér á Vísi. Lón ætlar að afhjúpa myndbandið við My Father á KEX hostel í kvöld og taka í leiðinni nokkur lög af væntanlegri plötu. „Það er um það bil ár síðan við byrjuðum að vinna saman að þessu verkefni en við höfum unnið saman í öðrum verkefnum í gegnum árin, segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Við Valdi erum æskuvinir úr Keflavík og svo kenndi Ómar mér á gítar í gamla daga. Valdi og Ómar eru líka búnir að þekkjast lengi og hafa spilað saman annað slagið í gegnum tíðina.“ Langar að ferðast um heiminn Hljómsveitin Lón stefnir út fyrir landsteinana en varð fyrst til út frá jólalagi. „Við gerðum jólalag þrír saman fyrir jólatónleikana hans Valda árið 2019. Þá höfðum við aldrei áður unnið saman allir þrír og vissum eiginlega ekkert hvernig það myndi virka. Við náðum síðan einhvernveginn rosalega vel saman og vorum allir spenntir fyrir því að halda samstarfinu áfram í einhverri mynd. Síðan leiddi eitt af öðru og nú erum við nánast búnir með plötu saman. Okkur langar rosalega mikið að spila fyrir fólk og búa til meiri tónlist. Það væri ekki verra ef við gætum ferðast eitthvað í framtíðinni og spilað fyrir fólk í öðrum löndum líka.“ Lagið Lón kom fljótlega upp í samtali þeirra á milli. „Það er einhver inbyggð ró í nafninu. Þetta orð hefur nokkar mismundi þýðingar en flestar tengjast þær lygnu vatni. Fyrstu lögin okkar voru tekin upp við þingvallavatn um sumarnótt og blikandi sléttur vatnsflöturinn var fullkominn bakgrunnur fyrir þessa tónlist. Svo skemmir ekki fyrir að bera sama nafn og eitt fallegasta svæði landsins.“ Blóð stúdíó Ótti fyrri kynslóða Þeir segjast ekki vera með einhvern ákveðinn markhóp í huga og vona einfaldlega að tónlistin hreyfi við fólki. „Þetta er tónlist undir einhverskonar áhrifum frá þjóðlagatónlist. Hún er frekar lágstemmd þannig að laglínan og textarnir fá að njóta sín. Við reyndum að halda í einfaldar útsetningar en samt þannig að allur hljóðfæraleikur sé spennandi og með einhver sérkenni. Markmiðið var alltaf að skapa hljóðheim sem væri algjörlega okkar. Ég held að við höfum kannski ekki neinn ákveðinn markhóp, allavega ekki meðvitað. Við vonum auðvitað að tónlistin hreyfi við sem flestum og að fólk af öllum gerðum geti tengt við það sem við höfum að segja,“ útskýrir Ásgeir. Öll lögin á fyrstu plötu þeirra eru á ensku. Platan er tilbúin og kemur væntanlega út í haust. Ásgeir segir að lagið My Father sé byggt á pælingum um hvað það er sem við erfum frá foreldrum okkar og hvaða arfleið við færum börnunum okkar. „Hvernig brostnar vonir, gleði og ótti fyrri kynslóða flæðir í gegnum okkur til næstu kynslóðar. Þetta tengist líka því að þegar við fullorðnumst þá sjáum við að foreldrar okkar eru breiskar manneskjur eins allir aðrir og við finnum kannski að við erum hægt og rólega að breytast í þau.“ Blóð stúdíó Haldreipið í heimsfaraldrinum Samstarfið þeirra á milli hefur gengið ótrúlega vel og Ásgeir lýsir því þannig að það hafi verið haldreipið þeirra í gegnum þessa skrýtnu tíma. „Þegar nánast allt var stopp síðastliðið haust þá vorum við saman í búbblu og hittum fáa aðra en fjölskyldur okkar. Þetta batt okkur mjög vel saman og það var ótrúlega dýrmætt að geta hist og skapað eitthvað saman á þessum erfiðu tímum.“ Þeir eru spenntir að fá loksins að leyfa fleirum en mökum sínum að heyra lögin á KEX í kvöld klukkan átta. „Spennandi en líka mjög stressandi. Það er sérstök tilfinning að vera búnir að pukrast fyrir luktum tjöldum í heilt ár og gera bara það sem okkur dettur í hug. Margt af því sem við erum að semja um er mjög persónulegt, maður upplifir nánast spéhræðslu að þurfa að draga tjöldin frá og leyfa fólki að heyra afraksturinn.“ Jakkafataklæddir farandsmenn Ásgeir segir að það sé ekki alveg komið í ljós hversu mörg lög þeir flytja í kvöld. „Það hefur eiginlega alveg gleymst að æfa tónleikaútgáfur af lögunum. Við erum búnir að spila nánast allt inn á plötuna bara þrír og erum oft í nokkrum hlutverkum í hverju lagi. Þannig að okkur vantar eiginlega fleiri hendur ef við ætlum að reyna spila lögin eins og þau eru á plötunni. Við reiknum með að vera með strípaðar útgáfur af þremur til fjórum lögum á Kexinu. Þetta er svona partý/örtónleikar. Svo verðum við með tónleika í Bókabúðum Máls og Menningar ásamt Salóme Katrínu þann 30. júní. Þá verðum við vonandi komnir með lengra prógram.“ blóð stúdíó Eins og áður sagði ætla þeir að sýna myndbandið í kvöld en það verður svo formlega frumsýnt á Vísi í fyrramálið. Myndbandið og myndirnar af hljómsveitinni er á vegum listræna teyminu Blóð stúdíó, sem myndað er af Ásgrími Má Friðrikssyni og Ernu Hreinsdóttur. Tómas Marshall sá svo um kvikmyndatöku en myndbandið var tekið upp í gamla farsóttarhúsinu í Þingholtsstræti. „Hugmyndin kom eftir góðan kaffibolla á milli LÓN og Blóðs. Við vorum sammála um að við vildum vera með kvikmyndaða eða svona cinematic ásýnd en án söguþráðar. Tilfinning og umgjörð myndbandsins eru jakkafataklæddir farandsmenn, staðsettir í augnabliki en í raun án tilgangs. Við vildum að texti lagsins My Father endurspeglaðist í myndbandinu þar sem hljómsveitarmeðlimir eru dagdreymandi um liðna tíð í umhverfi sem tíminn hafði gleymt.“ Hægt er að fylgjast með LÓN á Instagram og Facebook undir nafninu Lón Iceland. Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Lón ætlar að afhjúpa myndbandið við My Father á KEX hostel í kvöld og taka í leiðinni nokkur lög af væntanlegri plötu. „Það er um það bil ár síðan við byrjuðum að vinna saman að þessu verkefni en við höfum unnið saman í öðrum verkefnum í gegnum árin, segir Ásgeir í samtali við Vísi. „Við Valdi erum æskuvinir úr Keflavík og svo kenndi Ómar mér á gítar í gamla daga. Valdi og Ómar eru líka búnir að þekkjast lengi og hafa spilað saman annað slagið í gegnum tíðina.“ Langar að ferðast um heiminn Hljómsveitin Lón stefnir út fyrir landsteinana en varð fyrst til út frá jólalagi. „Við gerðum jólalag þrír saman fyrir jólatónleikana hans Valda árið 2019. Þá höfðum við aldrei áður unnið saman allir þrír og vissum eiginlega ekkert hvernig það myndi virka. Við náðum síðan einhvernveginn rosalega vel saman og vorum allir spenntir fyrir því að halda samstarfinu áfram í einhverri mynd. Síðan leiddi eitt af öðru og nú erum við nánast búnir með plötu saman. Okkur langar rosalega mikið að spila fyrir fólk og búa til meiri tónlist. Það væri ekki verra ef við gætum ferðast eitthvað í framtíðinni og spilað fyrir fólk í öðrum löndum líka.“ Lagið Lón kom fljótlega upp í samtali þeirra á milli. „Það er einhver inbyggð ró í nafninu. Þetta orð hefur nokkar mismundi þýðingar en flestar tengjast þær lygnu vatni. Fyrstu lögin okkar voru tekin upp við þingvallavatn um sumarnótt og blikandi sléttur vatnsflöturinn var fullkominn bakgrunnur fyrir þessa tónlist. Svo skemmir ekki fyrir að bera sama nafn og eitt fallegasta svæði landsins.“ Blóð stúdíó Ótti fyrri kynslóða Þeir segjast ekki vera með einhvern ákveðinn markhóp í huga og vona einfaldlega að tónlistin hreyfi við fólki. „Þetta er tónlist undir einhverskonar áhrifum frá þjóðlagatónlist. Hún er frekar lágstemmd þannig að laglínan og textarnir fá að njóta sín. Við reyndum að halda í einfaldar útsetningar en samt þannig að allur hljóðfæraleikur sé spennandi og með einhver sérkenni. Markmiðið var alltaf að skapa hljóðheim sem væri algjörlega okkar. Ég held að við höfum kannski ekki neinn ákveðinn markhóp, allavega ekki meðvitað. Við vonum auðvitað að tónlistin hreyfi við sem flestum og að fólk af öllum gerðum geti tengt við það sem við höfum að segja,“ útskýrir Ásgeir. Öll lögin á fyrstu plötu þeirra eru á ensku. Platan er tilbúin og kemur væntanlega út í haust. Ásgeir segir að lagið My Father sé byggt á pælingum um hvað það er sem við erfum frá foreldrum okkar og hvaða arfleið við færum börnunum okkar. „Hvernig brostnar vonir, gleði og ótti fyrri kynslóða flæðir í gegnum okkur til næstu kynslóðar. Þetta tengist líka því að þegar við fullorðnumst þá sjáum við að foreldrar okkar eru breiskar manneskjur eins allir aðrir og við finnum kannski að við erum hægt og rólega að breytast í þau.“ Blóð stúdíó Haldreipið í heimsfaraldrinum Samstarfið þeirra á milli hefur gengið ótrúlega vel og Ásgeir lýsir því þannig að það hafi verið haldreipið þeirra í gegnum þessa skrýtnu tíma. „Þegar nánast allt var stopp síðastliðið haust þá vorum við saman í búbblu og hittum fáa aðra en fjölskyldur okkar. Þetta batt okkur mjög vel saman og það var ótrúlega dýrmætt að geta hist og skapað eitthvað saman á þessum erfiðu tímum.“ Þeir eru spenntir að fá loksins að leyfa fleirum en mökum sínum að heyra lögin á KEX í kvöld klukkan átta. „Spennandi en líka mjög stressandi. Það er sérstök tilfinning að vera búnir að pukrast fyrir luktum tjöldum í heilt ár og gera bara það sem okkur dettur í hug. Margt af því sem við erum að semja um er mjög persónulegt, maður upplifir nánast spéhræðslu að þurfa að draga tjöldin frá og leyfa fólki að heyra afraksturinn.“ Jakkafataklæddir farandsmenn Ásgeir segir að það sé ekki alveg komið í ljós hversu mörg lög þeir flytja í kvöld. „Það hefur eiginlega alveg gleymst að æfa tónleikaútgáfur af lögunum. Við erum búnir að spila nánast allt inn á plötuna bara þrír og erum oft í nokkrum hlutverkum í hverju lagi. Þannig að okkur vantar eiginlega fleiri hendur ef við ætlum að reyna spila lögin eins og þau eru á plötunni. Við reiknum með að vera með strípaðar útgáfur af þremur til fjórum lögum á Kexinu. Þetta er svona partý/örtónleikar. Svo verðum við með tónleika í Bókabúðum Máls og Menningar ásamt Salóme Katrínu þann 30. júní. Þá verðum við vonandi komnir með lengra prógram.“ blóð stúdíó Eins og áður sagði ætla þeir að sýna myndbandið í kvöld en það verður svo formlega frumsýnt á Vísi í fyrramálið. Myndbandið og myndirnar af hljómsveitinni er á vegum listræna teyminu Blóð stúdíó, sem myndað er af Ásgrími Má Friðrikssyni og Ernu Hreinsdóttur. Tómas Marshall sá svo um kvikmyndatöku en myndbandið var tekið upp í gamla farsóttarhúsinu í Þingholtsstræti. „Hugmyndin kom eftir góðan kaffibolla á milli LÓN og Blóðs. Við vorum sammála um að við vildum vera með kvikmyndaða eða svona cinematic ásýnd en án söguþráðar. Tilfinning og umgjörð myndbandsins eru jakkafataklæddir farandsmenn, staðsettir í augnabliki en í raun án tilgangs. Við vildum að texti lagsins My Father endurspeglaðist í myndbandinu þar sem hljómsveitarmeðlimir eru dagdreymandi um liðna tíð í umhverfi sem tíminn hafði gleymt.“ Hægt er að fylgjast með LÓN á Instagram og Facebook undir nafninu Lón Iceland.
Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira