Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 19:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir 90 prósent landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Sjá meira