Segist hafa fallið á lyfjaprófi vegna þess að hún borðaði svínakjöt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Shelby Houlihan komst í úrslit í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum fyrir fimm árum. getty/Stephen McCarthy Bandaríska hlaupakonan Shelby Houlihan hefur verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna notkunar ólöglegra lyfja. Hún segir að vefja með svínakjöti sem hún borðaði kvöldið fyrir lyfjaprófið hafi orsakað það að hún féll á því. Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira