Segist hafa fallið á lyfjaprófi vegna þess að hún borðaði svínakjöt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2021 12:01 Shelby Houlihan komst í úrslit í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum fyrir fimm árum. getty/Stephen McCarthy Bandaríska hlaupakonan Shelby Houlihan hefur verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna notkunar ólöglegra lyfja. Hún segir að vefja með svínakjöti sem hún borðaði kvöldið fyrir lyfjaprófið hafi orsakað það að hún féll á því. Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika. Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira
Í færslu á Instagram segir Houlihan að í ársbyrjun hafi henni verið greint frá því að anabólíski sterinn nandrólón hefði fundist í sýni hennar frá því í desember. Kvöldið fyrir lyfjaprófið örlagaríka fékk Houlihan sér vefju með svínakjöti. Hún segist síðan hafa komist að því að neysla svínakjöts geti gefið falskar niðurstöður fyrir nandrólón því sum svín framleiði mikið magn af því. Houlihan þvertekur fyrir að hafa notað ólögleg lyf og segist ekki einu sinni hafa vitað hvað nandrólón væri. Hún segist hafa gert allt til að sanna sakleysi sitt, gengist undir lygapróf og staðist það og látið eiturefnafræðing skoða hár sitt. „Við teljum að líklegasta ástæðan fyrir þessu sé vefja sem ég keypti í mexíkóskum matarvagni, nálægt heimili mínu í Beaverton, Oregon, og innihélt innmat úr svíni,“ sagði Houlihan. Hún segist hafa látið Alþjóða íþróttadómstólinn vita af þessu en það hafi ekki dugað til. Á föstudaginn hafi henni verið tilkynnt að hún hefði verið dæmd í fjögurra ára keppnisbann. „Ég er algjörlega niðurbrotin, miður mín, ringluð og finnst ég svikin af íþróttinni sem ég hef elskað og helgað mig til að sjá hversu góð ég gat orðið,“ sagði Houlihan. Hún á Bandaríkjametið í fimmtán hundruð og fimm þúsund metra hlaupi. Hin 28 ára Houlihan lenti í 11. sæti í fimm þúsund metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 og freistaði þess að komast á Ólympíuleikana í Tókýó en ljóst er að sá draumur hennar verður ekki að veruleika.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira