Viðskipti innlent

Alvarleg og stórfelld skattalagabrot í tengslum við Airbnb

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Brotin hlaupa á allt að tugum milljóna.
Brotin hlaupa á allt að tugum milljóna.

Skattrannsóknarstjóri hefur aflað gagna frá Airbnb sem hafa vakið grun um stórfelld skattalagabrot Íslendinga í tengslum við síðuna, sem hefur milligöngu um að leigja út húsnæði til ferðamanna.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag þar sem segir að alvarleiki brotanna velti meðal annars á þeim fjárhæðum sem ekki hafi verið gefnar upp á skattframtölum. 

Í einstaka tilfellum geta þær fjárhæðir numið tugum milljóna króna.

Í blaðinu segir að Skattrannsóknarstjóri hafi í fyrra fengið upplýsingar um 25,1 milljarðs greiðslur til íslenskra skattþegna frá Airbnb vegna áranna 2015 til 2018 og að embættið hafi unnið að úrvinnslu gagnanna síðan þá. 

Nú mun rannsókn vera farin að taka á sig mynd og segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknarstjóri að þar sé að finna nokkur brot sem séu alvarleg og stórfelld. Þau verði rannsökuð nánar og geta mögulega endað fyrir dómstólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×