„Ömurlegt að ár eftir ár geti þessi maður haldið ótrauður áfram“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júní 2021 19:16 Inga Hrönn Jónsdóttir segir kerfið vera að bregðast. vísir/egill Ung kona, sem lýsir því hvernig hún varð fyrir stöðugu áreiti eldri manns þegar hún var barn, segir kerfið taka þátt í ofbeldinu með því að líta í aðra átt. Sami maður fái að halda ótrauður áfram að áreita barnungar stúlkur. Í síðustu viku greindi fréttastofa frá því að maður á sjötugsaldri hefði verið handtekinn eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað hafa brotið af sér með sams konar hætti þrátt fyrir að lögregla hafi lagt hald á síma hans og tölvu. Var stór hluti af lífi Ingu Inga Hrönn Jónsdóttir segir manninn hafa áreitt sig þegar hún var barn. „Þessi maður kemur inn í líf mitt þegar ég var átta ára og var mjög stór partur af mínu lífi í mjög langan tíma og hann er að beita mig og fjölskylduna mína ofbeldi um langt skeið,“ segir Inga Hrönn. Fjölskyldan hafi svo ákveðið að slíta á samskipti við manninn. „Þá fer hann í rauninni bara að vera eltihrellir. Fer að vera alltaf þar sem við vorum. Það skipti ekki mál hvar við vorum, hann var þar. Hann var að mæta í skólann og til ömmu og heim og hann var einhvern veginn alltaf fyrir utan húsið okkar,“ segir Inga Hrönn sem segir þennan tíma hafa haft áhrif á allt líf sitt. „Það var svo mikið öryggisleysi. Okkur leið aldrei öruggum neins staðar og svo endar þetta á því að fjórum dögum fyrir jól þá brýst hann inn til okkar með haka og rústar öllu,“ segir Inga. Heyri margar sögur um áreiti mannsins Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim sem reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttarskýringaþættingum Kompás árið 2006. Inga Hrönn segist ekki muna til þess að hann hafi brotið á sér kynferðislega. Það séu þó atvik sem sitji fast í henni. „Einhvern tíman var mamma í vinnunni og ég og vinkona mín komum heim og hann fór að baða okkur og við vorum að vakna við hann fyrir ofan rúmið okkar á næturnar og einhverjir svona hlutir,“ segir Inga. Eftir einhvern tíma hafi maðurinn hætt afskiptum af fjölskyldunni. Inga og móðir hennar hafi gert tilraun til að kæra manninn fyrir ofbeldi en málið hafi þá verið fyrnt. Inga segir að á síðustu árum hafi hún ítrekað heyrt sögur af því að maðurinn sé að áreita og reyna tæla barnungar stúlkur. „Þetta gerir mig ótrúlega reiða og ég verð bara ótrúlega leið og vonlaus. Mér finnst bara ömurlegt að ár eftir ár geti þessi maður fengið að halda ótrauður áfram og það er engin sem gerir neitt,“ segir Inga. Kerfið taki þátt í ofbeldinu Yfirmaður kynferðisbrotadeildar sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. „Mér finnst í alvöru eins og kerfið okkar sé að taka þátt í ofbeldinu þegar þau líta bara í hina áttina. Hversu mörg börn eiga að þurfa að verða fyrir ofbeldi áður en einhver gerir eitthvað,“ segir Inga sem telur að manninum sé ekki best borgið í fangelsi. Hann þurfi hjálp frá heilbrigðisyfirvöldum. „Ég held að hann geri sér ekki grein fyrir skaðanum sem hann er að valda. Hann áttar sig ekkert á því sjálfur og það þarf að aðstoða hann því þetta gengur ekkert upp,“ segir Inga Hrönn. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Kompás Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira
Í síðustu viku greindi fréttastofa frá því að maður á sjötugsaldri hefði verið handtekinn eftir að hafa sett sig í samband við fimm ólögráða stúlkur, klæmst við þær og reynt að fá þær til að hitta sig. Eftir að manninum var sleppt úr haldi er hann grunaður um að hafa ítrekað hafa brotið af sér með sams konar hætti þrátt fyrir að lögregla hafi lagt hald á síma hans og tölvu. Var stór hluti af lífi Ingu Inga Hrönn Jónsdóttir segir manninn hafa áreitt sig þegar hún var barn. „Þessi maður kemur inn í líf mitt þegar ég var átta ára og var mjög stór partur af mínu lífi í mjög langan tíma og hann er að beita mig og fjölskylduna mína ofbeldi um langt skeið,“ segir Inga Hrönn. Fjölskyldan hafi svo ákveðið að slíta á samskipti við manninn. „Þá fer hann í rauninni bara að vera eltihrellir. Fer að vera alltaf þar sem við vorum. Það skipti ekki mál hvar við vorum, hann var þar. Hann var að mæta í skólann og til ömmu og heim og hann var einhvern veginn alltaf fyrir utan húsið okkar,“ segir Inga Hrönn sem segir þennan tíma hafa haft áhrif á allt líf sitt. „Það var svo mikið öryggisleysi. Okkur leið aldrei öruggum neins staðar og svo endar þetta á því að fjórum dögum fyrir jól þá brýst hann inn til okkar með haka og rústar öllu,“ segir Inga. Heyri margar sögur um áreiti mannsins Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var einn af þeim sem reyndi að hitta 13 ára gamla tálbeitu í fréttarskýringaþættingum Kompás árið 2006. Inga Hrönn segist ekki muna til þess að hann hafi brotið á sér kynferðislega. Það séu þó atvik sem sitji fast í henni. „Einhvern tíman var mamma í vinnunni og ég og vinkona mín komum heim og hann fór að baða okkur og við vorum að vakna við hann fyrir ofan rúmið okkar á næturnar og einhverjir svona hlutir,“ segir Inga. Eftir einhvern tíma hafi maðurinn hætt afskiptum af fjölskyldunni. Inga og móðir hennar hafi gert tilraun til að kæra manninn fyrir ofbeldi en málið hafi þá verið fyrnt. Inga segir að á síðustu árum hafi hún ítrekað heyrt sögur af því að maðurinn sé að áreita og reyna tæla barnungar stúlkur. „Þetta gerir mig ótrúlega reiða og ég verð bara ótrúlega leið og vonlaus. Mér finnst bara ömurlegt að ár eftir ár geti þessi maður fengið að halda ótrauður áfram og það er engin sem gerir neitt,“ segir Inga. Kerfið taki þátt í ofbeldinu Yfirmaður kynferðisbrotadeildar sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að þegar menn brjóti ítrekað af sér með þessum hætti séu úrræði lögreglu almennt af skornum skammti. Skýra þurfi úrræði lögreglu hvað svona mál varðar. „Mér finnst í alvöru eins og kerfið okkar sé að taka þátt í ofbeldinu þegar þau líta bara í hina áttina. Hversu mörg börn eiga að þurfa að verða fyrir ofbeldi áður en einhver gerir eitthvað,“ segir Inga sem telur að manninum sé ekki best borgið í fangelsi. Hann þurfi hjálp frá heilbrigðisyfirvöldum. „Ég held að hann geri sér ekki grein fyrir skaðanum sem hann er að valda. Hann áttar sig ekkert á því sjálfur og það þarf að aðstoða hann því þetta gengur ekkert upp,“ segir Inga Hrönn.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Kompás Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Sjá meira