Missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 13:59 Lögreglan á Suðurlandi hafði í ýmsu að snúast í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Maður missti fingur þegar hann klemmdi sig á glussatjakki við að ferma vörubifreið í Þorlákshöfn síðastliðinn miðvikudag. Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað. Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Þetta er meðal þess sem bar hæst í verkefnum lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku og fjallað er um í færslu á vef embættisins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og fingurinn með, en ekki fylgir sögunni hvort unnt hafi verið að græða fingurinn aftur á manninn. Karlmaður slasaðist þá á fæti þegar stigi rann undan honum þar sem hann var við vinnu í stiga við hús sitt í Árnessýslu á miðvikudag. Fallið var um tveir metrar og maðurinn mögulega fótbrotinn. Rannsaka þrjú heimilisofbeldismál Þá eru til rannsóknar þrjú mál er varða heimilisofbeldi í umdæminu, að því er fram kemur í yfirferð lögreglu um verkefni vikunnar. Eldur kom upp í þaki íbúðarhúss í Rangárvallasýslu í gær. Brunavarnir Rangárvallasýslu komu á vettvang, rufu þakið og slökktu í glæðunum. Grunur er um að eldsupptök megi rekja til bágs frágangs við reykrör frá kamínu og er málið til rannsóknar. Á þriðjudag slasaðist stúlka þegar hún féll af rafknúnu hlaupahjóli á Selfossi. Hún var flutt með sjúkrabíl og komið undir læknishendur. Meiðsli hennar eru þó ekki talin alvarleg. Maður skarst þá á hendi þegar hann var að vinna við járningar í Rangárvallasýslu sama dag. Hann var fluttur til móts við sjúkrabifreið sem flutti hann svo á heilsugæsluna á Selfossi til aðhlynningar. Sektir upp á 3,7 milljónir í vikunni Í síðustu viku voru 54 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Af þeim voru 40 með íslenska kennitölu en 14 voru erlendir ferðamenn. Samanlagt nema álagðar sektir á ökumennina 3,7 milljónum króna. Þá sæta fjórir ökumenn rannsókn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Mál þeirra bíða niðurstöðu blóðsýnarannsóknar. Einn umræddra ökumanna hafi ekið utan í staur í Þingvallasveit og valdið tjóni á bíl sínum. Lögregla segir þá tvö andlát utan sjúkrastofnunar til rannsóknar. Krufningar er beðið í báðum málum en lögskipað er að lögregla rannsaki andlát utan sjúkrastofnana. Í svörum til fréttastofu kom þó fram að í hvorugu tilfelli væri grunur um að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað.
Lögreglumál Vinnuslys Ölfus Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira