Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 13:01 Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir marga starfsmenn ferðaþjónustunnar horfa fram á kjararýrnun og launalækkun. Vísir/Vilhelm ASÍ gaf út ályktun á dögunum um það að tími til þess að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér hafi ekki verið nýttur. Því væru uppi áhyggjur um aukna gerviverktöku, lægri laun og minni réttindum. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það hafi ekki verið launungamál að samtökin hafi verið að skoða brotastarfsemi innan Íslensks vinnumarkaðar, þar hafi hún frekar liðist í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Við vitum til þess til dæmis í hópi leiðsögumanna hefur fólki sem áður var launafólk verið boðið að koma til baka sem verktakar án þess að álag þar sé nóg til að þeir gætu staðið undir sínum skuldbindingum. Það þýðir ekkert annað en kjararýrnun og launalækkun,“ sagði Halla. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa orðið hissa á því að fólk skuli segja að ástandið innan ferðaþjónustunnar sé skelfilegt og að hún ætli að halda áfram frá þeim stað sem frá var horfið. „Ég get ekki séð að það hafi verið einhver skelfileg staða í greininni þegar hún skall í lás fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Ég var líka hissa að sjá fulltrúa ASÍ vara við því sem hugsanlega gæti gerst varðandi brotastarfsemi. Þetta hefur verið áberandi söngur hjá ASÍ síðustu ár, að það sé mikil brotastarfsemi og óvenjulega mikil í ferðaþjónustu.“ Hún segir ASÍ hafa viðurkennt að um sé að ræða aðeins lítið brot fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því sé óþarfi að smætta stéttina og segja hana undirlagða brotastarfsemi. Halla segir afstöðu ASÍ ekki byggjast á einhverri tilfinningu heldur ítrekuðum dæmum um brotastarfsemi. „Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum en það er rétt að þetta er ekki fjöldinn heldur hinir fáu og þeir setja svartan blett á ferðaþjónustuna.“ sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00 Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það hafi ekki verið launungamál að samtökin hafi verið að skoða brotastarfsemi innan Íslensks vinnumarkaðar, þar hafi hún frekar liðist í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Við vitum til þess til dæmis í hópi leiðsögumanna hefur fólki sem áður var launafólk verið boðið að koma til baka sem verktakar án þess að álag þar sé nóg til að þeir gætu staðið undir sínum skuldbindingum. Það þýðir ekkert annað en kjararýrnun og launalækkun,“ sagði Halla. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa orðið hissa á því að fólk skuli segja að ástandið innan ferðaþjónustunnar sé skelfilegt og að hún ætli að halda áfram frá þeim stað sem frá var horfið. „Ég get ekki séð að það hafi verið einhver skelfileg staða í greininni þegar hún skall í lás fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Ég var líka hissa að sjá fulltrúa ASÍ vara við því sem hugsanlega gæti gerst varðandi brotastarfsemi. Þetta hefur verið áberandi söngur hjá ASÍ síðustu ár, að það sé mikil brotastarfsemi og óvenjulega mikil í ferðaþjónustu.“ Hún segir ASÍ hafa viðurkennt að um sé að ræða aðeins lítið brot fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því sé óþarfi að smætta stéttina og segja hana undirlagða brotastarfsemi. Halla segir afstöðu ASÍ ekki byggjast á einhverri tilfinningu heldur ítrekuðum dæmum um brotastarfsemi. „Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum en það er rétt að þetta er ekki fjöldinn heldur hinir fáu og þeir setja svartan blett á ferðaþjónustuna.“ sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00 Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sjá meira
Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38
Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00
Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11