Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2021 13:01 Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir marga starfsmenn ferðaþjónustunnar horfa fram á kjararýrnun og launalækkun. Vísir/Vilhelm ASÍ gaf út ályktun á dögunum um það að tími til þess að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér hafi ekki verið nýttur. Því væru uppi áhyggjur um aukna gerviverktöku, lægri laun og minni réttindum. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það hafi ekki verið launungamál að samtökin hafi verið að skoða brotastarfsemi innan Íslensks vinnumarkaðar, þar hafi hún frekar liðist í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Við vitum til þess til dæmis í hópi leiðsögumanna hefur fólki sem áður var launafólk verið boðið að koma til baka sem verktakar án þess að álag þar sé nóg til að þeir gætu staðið undir sínum skuldbindingum. Það þýðir ekkert annað en kjararýrnun og launalækkun,“ sagði Halla. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa orðið hissa á því að fólk skuli segja að ástandið innan ferðaþjónustunnar sé skelfilegt og að hún ætli að halda áfram frá þeim stað sem frá var horfið. „Ég get ekki séð að það hafi verið einhver skelfileg staða í greininni þegar hún skall í lás fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Ég var líka hissa að sjá fulltrúa ASÍ vara við því sem hugsanlega gæti gerst varðandi brotastarfsemi. Þetta hefur verið áberandi söngur hjá ASÍ síðustu ár, að það sé mikil brotastarfsemi og óvenjulega mikil í ferðaþjónustu.“ Hún segir ASÍ hafa viðurkennt að um sé að ræða aðeins lítið brot fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því sé óþarfi að smætta stéttina og segja hana undirlagða brotastarfsemi. Halla segir afstöðu ASÍ ekki byggjast á einhverri tilfinningu heldur ítrekuðum dæmum um brotastarfsemi. „Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum en það er rétt að þetta er ekki fjöldinn heldur hinir fáu og þeir setja svartan blett á ferðaþjónustuna.“ sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00 Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að það hafi ekki verið launungamál að samtökin hafi verið að skoða brotastarfsemi innan Íslensks vinnumarkaðar, þar hafi hún frekar liðist í byggingageiranum og ferðaþjónustu. „Við vitum til þess til dæmis í hópi leiðsögumanna hefur fólki sem áður var launafólk verið boðið að koma til baka sem verktakar án þess að álag þar sé nóg til að þeir gætu staðið undir sínum skuldbindingum. Það þýðir ekkert annað en kjararýrnun og launalækkun,“ sagði Halla. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist hafa orðið hissa á því að fólk skuli segja að ástandið innan ferðaþjónustunnar sé skelfilegt og að hún ætli að halda áfram frá þeim stað sem frá var horfið. „Ég get ekki séð að það hafi verið einhver skelfileg staða í greininni þegar hún skall í lás fyrir rúmu ári síðan,“ sagði Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „Ég var líka hissa að sjá fulltrúa ASÍ vara við því sem hugsanlega gæti gerst varðandi brotastarfsemi. Þetta hefur verið áberandi söngur hjá ASÍ síðustu ár, að það sé mikil brotastarfsemi og óvenjulega mikil í ferðaþjónustu.“ Hún segir ASÍ hafa viðurkennt að um sé að ræða aðeins lítið brot fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því sé óþarfi að smætta stéttina og segja hana undirlagða brotastarfsemi. Halla segir afstöðu ASÍ ekki byggjast á einhverri tilfinningu heldur ítrekuðum dæmum um brotastarfsemi. „Kröfur vegna launaþjófnaðar hjá ferðaþjónustunni hlaupa á hundruðum en það er rétt að þetta er ekki fjöldinn heldur hinir fáu og þeir setja svartan blett á ferðaþjónustuna.“ sagði Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38 Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00 Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðadans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Mesta lækkun atvinnuleysis síðan um aldamót Atvinnulausum hefur fækkað um 2.400 milli mánaða á landsvísu. Það er mesta fækkun sem hefur orðið frá aldamótum, en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. 10. júní 2021 13:38
Endurhugsa, endurmeta og endurnýta Öflugar og mikilvægar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustan og sjávarútvegurinn byggja á hreinni ímynd Íslands. Við eigum því mikið undir sem þjóð og eigum að vera til fyrirmyndar þegar kemur að umhverfis- og loftlagsmálum. Saman eigum við að skapa framtíðarsýn sem stuðlar að umhverfis- og efnahagslegri sjálfbærni til framtíðar. 9. júní 2021 06:00
Stærð ferðaþjónustunnar ástæða lengra bataferlis Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands gerir ráð fyrir því að hlutur ferðaþjónustunnar í hagkerfi landsins sé helsta ástæða þess að OECD spái Íslandi svo hægum bata úr efnahagskreppu faraldursins. 3. júní 2021 11:11