Akureyrarbær hafði betur gegn áminntum hjúkrunarfræðingi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 13:03 Akureyrarbær hafði betur gegn hjúkrunarfræðingnum í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Akureyrarbær var í dag sýknaður af kröfu hjúkrunarfræðings, sem vann fyrir bæinn, um að áminning, sem henni var veitt fyrir brot í starfi, yrði felld úr gildi og að Akureyrarbær skyldi greiða henni 5 milljónir króna í miskabætur. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í málinu í dag. Það á sér langan aðdraganda og má rekja til febrúarmánaðar árið 2015 þegar hjúkrunarfræðingurinn hóf störf á Öldrunarheimilinu Hlíð, sem rekið var af Akureyrarbæ. Í dómi segir að fljótlega eftir að hjúkrunarfræðingurinn hóf störf hafi komið upp nokkur atvik þar sem honum urðu á mistök í starfi. Það hafi leitt til endurtekinna samtala, ábendinga og leiðbeininga forstöðumanns um verklag eða annað sem mætti betur fara. Hjúkrunarfræðingurinn hafi tekið vel í þær ábendingar og lýst yfir vilja til að vanda sig og gera betur. Það fór ekki betur en svo að hæfni hjúkrunarfræðingsins og innsæi í verkefni hjúkrunarfræðings var áfram ábótavant og náði hann ekki að breyta vinnubrögðum sínum eins og lagt var upp með. Atvikin héldu áfram að koma upp auk ess að farið var að bera á andstöðu hjúkrunarfræðingsins við að taka við leiðbeiningum. Í kjölfarið tók við fjöldi samtala og í september 2015 barst hjúkrunarfræðingnum fyrsta aðvörunin. Aðrir hjúkrunarfræðingar höfðu þá kvartað undan henni þar sem erfitt væri að taka við vakt af henni. Það væri vegna ruglingslegra skrifa og skilaboða í lyfjabókum og Sögukerfi auk mistaka við lyfjagjafir. Læknar og hjúkrunarfræðingar kvörtuðu vegna vanhæfni Rúmu ári síðar, í september 2016, var hún boðuð á fund með þáverandi forstöðumanni hjúkrunarheimilisins. Þar var farið yfir nýleg atvik sem höfðu komið upp þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar á hjúkrunarheimilinu og lýst yfir áhyggjum af takmarkaðri faglegri færni hjúkrunarfræðingsins. Í október sama ár var hjúkrunarfræðingurinn boðaður á fund og sagði í fundarboðinu að til rannsóknar væru ætluð brot hennar í starfi, sem leitt gætu til áminningar og til skoðunar væri hvort hún hafi sýnt af sér vankunnáttu eða óvandvirkni ís tarfi. Í skriflegum andmælum hjúkrunarfræðingsins við meintum brotum sagði að ekkert af því sem fram hefði komið í fundarboðinu gæti talist svo gróft brot í starfi að það gæfi tilefni til svo íþyngjandi aðgerða sem skrifleg áminnin er. Umboðsmaður Alþingis gerði ekki athugasemd við áminninguna Þann 16. desember 2016 var hún svo skriflega áminnt. Þar kom fram að hjúkrunarfræðingurinn hefði ítrekað brotið starfsskyldur sínar og að ávirðingarnar lýsi í sér óvandvirkni, vankunnáttu í meðferð lyfja, skráningar í sjúkraskrá og færi hún hvorki eftir fyrirmælum né fylgdi verklagi öldrunarheimilisins. Í febrúar 2017 sendi hjúkrunarfræðingurinn inn kvörtun um einelti til mannauðsstjóra Akureyrarbæjar. Í kjölfarið var hún boðuð til að mæta til fundar með sálfræðingi og tveimur af ætluðum gerendum til að leysa úr samskiptavanda. Niðurstaðar úttektar á eineltiskvörtun var sú að ekki hafi verið um einelti að ræða og að þeir starfsmenn sem hefðu gert athugasemdir við starfshætti hennar hafi gert það í samræmi við skyldur sínar sem heilbrigðisstarfsmenn. Konan leitaði síðar til Umboðsmanns Alþingis vegna áminningarinnar. Niðurstaða hans frá 22. febrúar 2018 var þess efnis að hann sæi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við að hún hafi verið áminnt í þetta skiptið. Akureyri Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í málinu í dag. Það á sér langan aðdraganda og má rekja til febrúarmánaðar árið 2015 þegar hjúkrunarfræðingurinn hóf störf á Öldrunarheimilinu Hlíð, sem rekið var af Akureyrarbæ. Í dómi segir að fljótlega eftir að hjúkrunarfræðingurinn hóf störf hafi komið upp nokkur atvik þar sem honum urðu á mistök í starfi. Það hafi leitt til endurtekinna samtala, ábendinga og leiðbeininga forstöðumanns um verklag eða annað sem mætti betur fara. Hjúkrunarfræðingurinn hafi tekið vel í þær ábendingar og lýst yfir vilja til að vanda sig og gera betur. Það fór ekki betur en svo að hæfni hjúkrunarfræðingsins og innsæi í verkefni hjúkrunarfræðings var áfram ábótavant og náði hann ekki að breyta vinnubrögðum sínum eins og lagt var upp með. Atvikin héldu áfram að koma upp auk ess að farið var að bera á andstöðu hjúkrunarfræðingsins við að taka við leiðbeiningum. Í kjölfarið tók við fjöldi samtala og í september 2015 barst hjúkrunarfræðingnum fyrsta aðvörunin. Aðrir hjúkrunarfræðingar höfðu þá kvartað undan henni þar sem erfitt væri að taka við vakt af henni. Það væri vegna ruglingslegra skrifa og skilaboða í lyfjabókum og Sögukerfi auk mistaka við lyfjagjafir. Læknar og hjúkrunarfræðingar kvörtuðu vegna vanhæfni Rúmu ári síðar, í september 2016, var hún boðuð á fund með þáverandi forstöðumanni hjúkrunarheimilisins. Þar var farið yfir nýleg atvik sem höfðu komið upp þar sem hjúkrunarfræðingar og læknar á hjúkrunarheimilinu og lýst yfir áhyggjum af takmarkaðri faglegri færni hjúkrunarfræðingsins. Í október sama ár var hjúkrunarfræðingurinn boðaður á fund og sagði í fundarboðinu að til rannsóknar væru ætluð brot hennar í starfi, sem leitt gætu til áminningar og til skoðunar væri hvort hún hafi sýnt af sér vankunnáttu eða óvandvirkni ís tarfi. Í skriflegum andmælum hjúkrunarfræðingsins við meintum brotum sagði að ekkert af því sem fram hefði komið í fundarboðinu gæti talist svo gróft brot í starfi að það gæfi tilefni til svo íþyngjandi aðgerða sem skrifleg áminnin er. Umboðsmaður Alþingis gerði ekki athugasemd við áminninguna Þann 16. desember 2016 var hún svo skriflega áminnt. Þar kom fram að hjúkrunarfræðingurinn hefði ítrekað brotið starfsskyldur sínar og að ávirðingarnar lýsi í sér óvandvirkni, vankunnáttu í meðferð lyfja, skráningar í sjúkraskrá og færi hún hvorki eftir fyrirmælum né fylgdi verklagi öldrunarheimilisins. Í febrúar 2017 sendi hjúkrunarfræðingurinn inn kvörtun um einelti til mannauðsstjóra Akureyrarbæjar. Í kjölfarið var hún boðuð til að mæta til fundar með sálfræðingi og tveimur af ætluðum gerendum til að leysa úr samskiptavanda. Niðurstaðar úttektar á eineltiskvörtun var sú að ekki hafi verið um einelti að ræða og að þeir starfsmenn sem hefðu gert athugasemdir við starfshætti hennar hafi gert það í samræmi við skyldur sínar sem heilbrigðisstarfsmenn. Konan leitaði síðar til Umboðsmanns Alþingis vegna áminningarinnar. Niðurstaða hans frá 22. febrúar 2018 var þess efnis að hann sæi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við að hún hafi verið áminnt í þetta skiptið.
Akureyri Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Dómsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent