Hvenær máttu bjóða þig fram? Elín Anna Gísladóttir skrifar 11. júní 2021 07:31 Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði. Í Bítinu á Bylgjunni í vikunni var viðtal við unga konu sem býður sig fram í prófkjöri og hún spurð hvort að það gengi fyrir hana að fara í framboð, því hún væri með ung börn á framfæri. Ókei, ha? Við skulum stoppa aðeins þarna. Við þessa spurningu var mér strax hugsað til þess hvort að karlkyns frambjóðandi á sama aldri yrði spurður að því sama. Ég hugsa ekki. Annar frambjóðandi á lista sagði í öðru útvarpsviðtali að enginn ætti að fara í framboð fyrr en viðkomandi væri orðinn fjárhagslega sjálfstæður. Þess vegna væri hann í framboði núna. Hvað felst í því að vera fjárhagslega sjálfstæður er spurning sem ég hefði viljað fá svar við frá viðkomandi frambjóðanda. Og enn annar frambjóðandi sagði í viðtali í fjölmiðlum að nú væru börnin orðin svo stór að tækifæri gæfist til þess að bjóða sig fram. Allar þessar athugasemdir fá mig til þess að hugsa hvort það séu fleiri atriði sem fólk telji að séu ekki ásættanleg fyrir frambjóðanda. Ef tekið er mið af þessum ákveðnu athugasemdum þá virðast reglurnar vera eftirfarandi: Ekki eiga of ung börn (ef þú ert kona allavega) Ekki skulda neitt Ekki vera ung manneskja Og svo veltum við fyrir okkur af hverju það sé gjá á milli þings og þjóðar? Af hverju ungt fólk mætir ekki á kjörstað? Sem betur fer þá hugsa ekki allir svona. Það er bráðnauðsynlegt að þingið endurspegli samfélagið og samfélagið okkar er, sem betur fer, fullt af ungu fólki sem á fullt erindi á þing. Viðreisn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með mikið af ungum frambjóðendum á sínum listum fyrir þingkosningarnar í haust. Ungliðahreyfingin er einnig hluti af þeim hópi sem kom að því að stofna flokkinn (hún var meira að segja stofnuð á undan sjálfum flokknum) og hefur sterka rödd inn í þau mál sem flokkurinn setur fram. Við treystum ungu fólki til ábyrgðar - hvað með þig? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana eru stjórnmálaflokkar landsins í óða önn að undirbúa framboðslista sína fyrir komandi alþingiskosningar og sitt sýnist hverjum um ágæti þess fólks sem er í framboði. Í Bítinu á Bylgjunni í vikunni var viðtal við unga konu sem býður sig fram í prófkjöri og hún spurð hvort að það gengi fyrir hana að fara í framboð, því hún væri með ung börn á framfæri. Ókei, ha? Við skulum stoppa aðeins þarna. Við þessa spurningu var mér strax hugsað til þess hvort að karlkyns frambjóðandi á sama aldri yrði spurður að því sama. Ég hugsa ekki. Annar frambjóðandi á lista sagði í öðru útvarpsviðtali að enginn ætti að fara í framboð fyrr en viðkomandi væri orðinn fjárhagslega sjálfstæður. Þess vegna væri hann í framboði núna. Hvað felst í því að vera fjárhagslega sjálfstæður er spurning sem ég hefði viljað fá svar við frá viðkomandi frambjóðanda. Og enn annar frambjóðandi sagði í viðtali í fjölmiðlum að nú væru börnin orðin svo stór að tækifæri gæfist til þess að bjóða sig fram. Allar þessar athugasemdir fá mig til þess að hugsa hvort það séu fleiri atriði sem fólk telji að séu ekki ásættanleg fyrir frambjóðanda. Ef tekið er mið af þessum ákveðnu athugasemdum þá virðast reglurnar vera eftirfarandi: Ekki eiga of ung börn (ef þú ert kona allavega) Ekki skulda neitt Ekki vera ung manneskja Og svo veltum við fyrir okkur af hverju það sé gjá á milli þings og þjóðar? Af hverju ungt fólk mætir ekki á kjörstað? Sem betur fer þá hugsa ekki allir svona. Það er bráðnauðsynlegt að þingið endurspegli samfélagið og samfélagið okkar er, sem betur fer, fullt af ungu fólki sem á fullt erindi á þing. Viðreisn er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með mikið af ungum frambjóðendum á sínum listum fyrir þingkosningarnar í haust. Ungliðahreyfingin er einnig hluti af þeim hópi sem kom að því að stofna flokkinn (hún var meira að segja stofnuð á undan sjálfum flokknum) og hefur sterka rödd inn í þau mál sem flokkurinn setur fram. Við treystum ungu fólki til ábyrgðar - hvað með þig? Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun