Stefna að 50 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júní 2021 14:30 Ef markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á að nást, reynir það á gott samstarf stjórnvalda og þeirra sem starfa innan sjávarútvegs. Vísir/Jóhann K Íslensk stjórnvöld ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi stefna í sameiningu að 50 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda vegna olíunotkunar íslensks sjávarútvegs frá 2005 til 2030. Í yfirlýsingu sem gefin var út í dag segir að til þess að markmiðinu verði náð, reyni á gott samstarf stjórnvalda og greinarinnar. Unnið verður að þessu markmiði með sameiginlegum aðgerðum á grunni tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi. Markmiðið felur í sér eftirfarandi sjö skref: Meta fýsileika og mögulegar útfærslur kvótakerfisins fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi sen varðað getur leiðina að markmiðinu. Vinna drög að frumvarpi um skattalega ívilnun vegna fjárfestinga sem draga úr losun greinarinnar en falla utan nýsamþykkts frumvarps um grænar fjárfestingar. Móta áherslur fyrir stuðning opinberra sjóða við rannsóknir og þróun tengdum orkuskiptum í sjávarútvegi. Auka fræðslu í sjávarútvegi um leiðir til að draga úr losun við núverandi tæknistig. Endurbæta spálíkön um eldsneytisnotkun í sjávarútvegi. Kanna fýsileika íblöndunar endurnýjanlegs eldsneytis og kortleggja heimildir vélaframleiðenda á notkun slíks eldsneytis. Gera úttekt á áhrifum hækkandi kolefnisgjalds á losun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Náist markmiðið hefur verið stigið mikilvægt skref í átt að minni losun, enda er losun frá olíunotkun fiskiskipa um 18 prósent af heildarlosun á beinni ábyrgð Íslands. Loftslagsmál Sjávarútvegur Efnahagsmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Í yfirlýsingu sem gefin var út í dag segir að til þess að markmiðinu verði náð, reyni á gott samstarf stjórnvalda og greinarinnar. Unnið verður að þessu markmiði með sameiginlegum aðgerðum á grunni tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um græn skref í sjávarútvegi. Markmiðið felur í sér eftirfarandi sjö skref: Meta fýsileika og mögulegar útfærslur kvótakerfisins fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi sen varðað getur leiðina að markmiðinu. Vinna drög að frumvarpi um skattalega ívilnun vegna fjárfestinga sem draga úr losun greinarinnar en falla utan nýsamþykkts frumvarps um grænar fjárfestingar. Móta áherslur fyrir stuðning opinberra sjóða við rannsóknir og þróun tengdum orkuskiptum í sjávarútvegi. Auka fræðslu í sjávarútvegi um leiðir til að draga úr losun við núverandi tæknistig. Endurbæta spálíkön um eldsneytisnotkun í sjávarútvegi. Kanna fýsileika íblöndunar endurnýjanlegs eldsneytis og kortleggja heimildir vélaframleiðenda á notkun slíks eldsneytis. Gera úttekt á áhrifum hækkandi kolefnisgjalds á losun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Náist markmiðið hefur verið stigið mikilvægt skref í átt að minni losun, enda er losun frá olíunotkun fiskiskipa um 18 prósent af heildarlosun á beinni ábyrgð Íslands.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Efnahagsmál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira