Er hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2021 07:35 Gohmert er harður stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. epa/Michael Reynolds Væri hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu eða sporbraut jarðar um sólu? Að þessu spurði Louie Gohmert, þingmaður Repúblikanaflokksins, á nefndarfundi á þriðjudag. Frá þessu greinir Guardian en það merkilega er að það skrýtnasta við fyrirspurn þingmannsins er ekki spurningin sjálf, heldur sú staðreynd að henni var beint til aðstoðarforstjóra skógræktar ríkisins, sem fer með umsjón þjóðgarða landsins. Gohmert sagðist vita til þess að skógræktin hefði mikinn áhuga á því að vinna gegn loftslagsvánni. „Getur skógræktin gert eitthvað til að breyta sporbraut tunglsins um jörðina eða sporbraut jarðarinnar umhverfis sólina?“ spurði þingmaðurinn. „Það myndi augljóslega hafa veruleg áhrif á loftslagið.“ Aðstoðarforstjórinn, Jennifer Eberlien, átti ekki til annað svar fyrir þingmanninn að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að skoða og svara honum síðar. „Ja, ef þið hjá skógræktinni getið látið þetta gerast þá vildi ég vita það,“ sagði Gohmert. Samkvæmt Guardian virtist þingmanninum fullkominn alvara með spurningunni en margir hafa leitt að því líkur að með henni hafi hann viljað koma því sjónarmiði á framfæri að loftslagsbreytingar megi rekja til náttúrulegra fyrirbæra sem maðurinn hefur enga stjórn á. Fyrir um þremur árum varpaði annar þingmaður Repúblikanaflokksins, Mo Brooks, fram þeirri kenningu á þingfundi að yfirborð sjávar hefði hækkað vegna strandrofs, það er að segja að yfirborðið væri að hækka vegna hruns grjóts og jarðvegar í sjóinn. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian en það merkilega er að það skrýtnasta við fyrirspurn þingmannsins er ekki spurningin sjálf, heldur sú staðreynd að henni var beint til aðstoðarforstjóra skógræktar ríkisins, sem fer með umsjón þjóðgarða landsins. Gohmert sagðist vita til þess að skógræktin hefði mikinn áhuga á því að vinna gegn loftslagsvánni. „Getur skógræktin gert eitthvað til að breyta sporbraut tunglsins um jörðina eða sporbraut jarðarinnar umhverfis sólina?“ spurði þingmaðurinn. „Það myndi augljóslega hafa veruleg áhrif á loftslagið.“ Aðstoðarforstjórinn, Jennifer Eberlien, átti ekki til annað svar fyrir þingmanninn að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að skoða og svara honum síðar. „Ja, ef þið hjá skógræktinni getið látið þetta gerast þá vildi ég vita það,“ sagði Gohmert. Samkvæmt Guardian virtist þingmanninum fullkominn alvara með spurningunni en margir hafa leitt að því líkur að með henni hafi hann viljað koma því sjónarmiði á framfæri að loftslagsbreytingar megi rekja til náttúrulegra fyrirbæra sem maðurinn hefur enga stjórn á. Fyrir um þremur árum varpaði annar þingmaður Repúblikanaflokksins, Mo Brooks, fram þeirri kenningu á þingfundi að yfirborð sjávar hefði hækkað vegna strandrofs, það er að segja að yfirborðið væri að hækka vegna hruns grjóts og jarðvegar í sjóinn.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17