Er hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2021 07:35 Gohmert er harður stuðningsmaður Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. epa/Michael Reynolds Væri hægt að leysa loftslagsvandann með því að breyta sporbraut tunglsins um jörðu eða sporbraut jarðar um sólu? Að þessu spurði Louie Gohmert, þingmaður Repúblikanaflokksins, á nefndarfundi á þriðjudag. Frá þessu greinir Guardian en það merkilega er að það skrýtnasta við fyrirspurn þingmannsins er ekki spurningin sjálf, heldur sú staðreynd að henni var beint til aðstoðarforstjóra skógræktar ríkisins, sem fer með umsjón þjóðgarða landsins. Gohmert sagðist vita til þess að skógræktin hefði mikinn áhuga á því að vinna gegn loftslagsvánni. „Getur skógræktin gert eitthvað til að breyta sporbraut tunglsins um jörðina eða sporbraut jarðarinnar umhverfis sólina?“ spurði þingmaðurinn. „Það myndi augljóslega hafa veruleg áhrif á loftslagið.“ Aðstoðarforstjórinn, Jennifer Eberlien, átti ekki til annað svar fyrir þingmanninn að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að skoða og svara honum síðar. „Ja, ef þið hjá skógræktinni getið látið þetta gerast þá vildi ég vita það,“ sagði Gohmert. Samkvæmt Guardian virtist þingmanninum fullkominn alvara með spurningunni en margir hafa leitt að því líkur að með henni hafi hann viljað koma því sjónarmiði á framfæri að loftslagsbreytingar megi rekja til náttúrulegra fyrirbæra sem maðurinn hefur enga stjórn á. Fyrir um þremur árum varpaði annar þingmaður Repúblikanaflokksins, Mo Brooks, fram þeirri kenningu á þingfundi að yfirborð sjávar hefði hækkað vegna strandrofs, það er að segja að yfirborðið væri að hækka vegna hruns grjóts og jarðvegar í sjóinn. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian en það merkilega er að það skrýtnasta við fyrirspurn þingmannsins er ekki spurningin sjálf, heldur sú staðreynd að henni var beint til aðstoðarforstjóra skógræktar ríkisins, sem fer með umsjón þjóðgarða landsins. Gohmert sagðist vita til þess að skógræktin hefði mikinn áhuga á því að vinna gegn loftslagsvánni. „Getur skógræktin gert eitthvað til að breyta sporbraut tunglsins um jörðina eða sporbraut jarðarinnar umhverfis sólina?“ spurði þingmaðurinn. „Það myndi augljóslega hafa veruleg áhrif á loftslagið.“ Aðstoðarforstjórinn, Jennifer Eberlien, átti ekki til annað svar fyrir þingmanninn að þetta væri eitthvað sem hún þyrfti að skoða og svara honum síðar. „Ja, ef þið hjá skógræktinni getið látið þetta gerast þá vildi ég vita það,“ sagði Gohmert. Samkvæmt Guardian virtist þingmanninum fullkominn alvara með spurningunni en margir hafa leitt að því líkur að með henni hafi hann viljað koma því sjónarmiði á framfæri að loftslagsbreytingar megi rekja til náttúrulegra fyrirbæra sem maðurinn hefur enga stjórn á. Fyrir um þremur árum varpaði annar þingmaður Repúblikanaflokksins, Mo Brooks, fram þeirri kenningu á þingfundi að yfirborð sjávar hefði hækkað vegna strandrofs, það er að segja að yfirborðið væri að hækka vegna hruns grjóts og jarðvegar í sjóinn.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Þingmaður sem átti að fljúga með Trump smitaðist Hann hefur reglulega gengið um ganga þinghússins án grímu og hunsað sóttvarnir, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs. 29. júlí 2020 15:17