Blæs á gagnrýni SFS og telur sig hafa verið einmana í viðræðum við Breta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júní 2021 12:05 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra Vísir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja nýjan fríverslunarsamnning við Breta vonbrigði. Verðmæti sem hefði verið hægt að sækja með bættum tollakjörum séu ekki í samningnum. Utanríksiráðherra fagnar áhuga samtakanna á málinu, barátta hans hafi verið einmannaleg til þessa Tilkynnt var um nýjan fríverslunarsamning við Bretland á föstudag. Utanríkisráðherra sagði þar um tímamótasamning að ræða sem markaði þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Samningurinn muni skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Gagnrýnin Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu hins vegar frá sér tilkynningu í dag þar sem gagnrýnt er að að háir tollar á einstaka sjávarafurðir í Bretlandi hamli því verulega að vinnsla þeirra sé rekstrarlega möguleg hér á landi. Þessu hefði mátt breyta í nýjum fríverslunarsamningi við Breta en einhverra hluta vegna hafi það ekki verið gert. Samningurinn valdi því vonbrigðum. Einmanaleg barátta Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra blæs á þessa gagnrýni. „Það eru ekki margir stjórnmálamenn sem hafa unnið jafn ötullega að markaðsaðgengi Íslendinga á erlendum mörkuðum og ég. Ég gleðst mjög yfir því að einhverjir séu að vakna yfir mikilvægi þess að við höfum greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Þetta hefur verið nokkuð einmanalegt fram til þessa,“ segir Guðlaugur. Ráðherra var afdráttarlaus í viðtali við Snorra Másson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja sjávarútvegsfyrirtæki að þau hafi haft takmarkaðan aðgang að samningsviðræðunum við Breta einkum á lokametrunum. Guðlaugur lýsir hins vegar áhugaleysi hagsmunaaðila í þessum viðræðum. „Þetta er mjög vanþroskuð umræða, ég hef gert mitt í þessu. Við skulum bara segja sem svo að þegar kemur umræða um þessi mikilvægu hagsmunamál okkar Íslendinga þá hefur ekki verið mikill áhugi á að tala fyrir því,“ segir Guðlaugur. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Tilkynnt var um nýjan fríverslunarsamning við Bretland á föstudag. Utanríkisráðherra sagði þar um tímamótasamning að ræða sem markaði þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Samningurinn muni skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Gagnrýnin Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu hins vegar frá sér tilkynningu í dag þar sem gagnrýnt er að að háir tollar á einstaka sjávarafurðir í Bretlandi hamli því verulega að vinnsla þeirra sé rekstrarlega möguleg hér á landi. Þessu hefði mátt breyta í nýjum fríverslunarsamningi við Breta en einhverra hluta vegna hafi það ekki verið gert. Samningurinn valdi því vonbrigðum. Einmanaleg barátta Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra blæs á þessa gagnrýni. „Það eru ekki margir stjórnmálamenn sem hafa unnið jafn ötullega að markaðsaðgengi Íslendinga á erlendum mörkuðum og ég. Ég gleðst mjög yfir því að einhverjir séu að vakna yfir mikilvægi þess að við höfum greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Þetta hefur verið nokkuð einmanalegt fram til þessa,“ segir Guðlaugur. Ráðherra var afdráttarlaus í viðtali við Snorra Másson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja sjávarútvegsfyrirtæki að þau hafi haft takmarkaðan aðgang að samningsviðræðunum við Breta einkum á lokametrunum. Guðlaugur lýsir hins vegar áhugaleysi hagsmunaaðila í þessum viðræðum. „Þetta er mjög vanþroskuð umræða, ég hef gert mitt í þessu. Við skulum bara segja sem svo að þegar kemur umræða um þessi mikilvægu hagsmunamál okkar Íslendinga þá hefur ekki verið mikill áhugi á að tala fyrir því,“ segir Guðlaugur.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17
Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37