Blæs á gagnrýni SFS og telur sig hafa verið einmana í viðræðum við Breta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júní 2021 12:05 Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra Vísir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja nýjan fríverslunarsamnning við Breta vonbrigði. Verðmæti sem hefði verið hægt að sækja með bættum tollakjörum séu ekki í samningnum. Utanríksiráðherra fagnar áhuga samtakanna á málinu, barátta hans hafi verið einmannaleg til þessa Tilkynnt var um nýjan fríverslunarsamning við Bretland á föstudag. Utanríkisráðherra sagði þar um tímamótasamning að ræða sem markaði þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Samningurinn muni skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Gagnrýnin Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu hins vegar frá sér tilkynningu í dag þar sem gagnrýnt er að að háir tollar á einstaka sjávarafurðir í Bretlandi hamli því verulega að vinnsla þeirra sé rekstrarlega möguleg hér á landi. Þessu hefði mátt breyta í nýjum fríverslunarsamningi við Breta en einhverra hluta vegna hafi það ekki verið gert. Samningurinn valdi því vonbrigðum. Einmanaleg barátta Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra blæs á þessa gagnrýni. „Það eru ekki margir stjórnmálamenn sem hafa unnið jafn ötullega að markaðsaðgengi Íslendinga á erlendum mörkuðum og ég. Ég gleðst mjög yfir því að einhverjir séu að vakna yfir mikilvægi þess að við höfum greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Þetta hefur verið nokkuð einmanalegt fram til þessa,“ segir Guðlaugur. Ráðherra var afdráttarlaus í viðtali við Snorra Másson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja sjávarútvegsfyrirtæki að þau hafi haft takmarkaðan aðgang að samningsviðræðunum við Breta einkum á lokametrunum. Guðlaugur lýsir hins vegar áhugaleysi hagsmunaaðila í þessum viðræðum. „Þetta er mjög vanþroskuð umræða, ég hef gert mitt í þessu. Við skulum bara segja sem svo að þegar kemur umræða um þessi mikilvægu hagsmunamál okkar Íslendinga þá hefur ekki verið mikill áhugi á að tala fyrir því,“ segir Guðlaugur. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Tilkynnt var um nýjan fríverslunarsamning við Bretland á föstudag. Utanríkisráðherra sagði þar um tímamótasamning að ræða sem markaði þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Samningurinn muni skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Gagnrýnin Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu hins vegar frá sér tilkynningu í dag þar sem gagnrýnt er að að háir tollar á einstaka sjávarafurðir í Bretlandi hamli því verulega að vinnsla þeirra sé rekstrarlega möguleg hér á landi. Þessu hefði mátt breyta í nýjum fríverslunarsamningi við Breta en einhverra hluta vegna hafi það ekki verið gert. Samningurinn valdi því vonbrigðum. Einmanaleg barátta Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra blæs á þessa gagnrýni. „Það eru ekki margir stjórnmálamenn sem hafa unnið jafn ötullega að markaðsaðgengi Íslendinga á erlendum mörkuðum og ég. Ég gleðst mjög yfir því að einhverjir séu að vakna yfir mikilvægi þess að við höfum greiðan aðgang að erlendum mörkuðum. Þetta hefur verið nokkuð einmanalegt fram til þessa,“ segir Guðlaugur. Ráðherra var afdráttarlaus í viðtali við Snorra Másson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu telja sjávarútvegsfyrirtæki að þau hafi haft takmarkaðan aðgang að samningsviðræðunum við Breta einkum á lokametrunum. Guðlaugur lýsir hins vegar áhugaleysi hagsmunaaðila í þessum viðræðum. „Þetta er mjög vanþroskuð umræða, ég hef gert mitt í þessu. Við skulum bara segja sem svo að þegar kemur umræða um þessi mikilvægu hagsmunamál okkar Íslendinga þá hefur ekki verið mikill áhugi á að tala fyrir því,“ segir Guðlaugur.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17 Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Sjá meira
Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. 4. júní 2021 11:17
Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi. 7. júní 2021 20:37