Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 20:01 Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar. Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum en fræðigrein er væntanleg á næstu vikum. Mæld voru prótein, eða eggjahvítuefni, í blóði um fjörutíu þúsund Íslendinga. Hjá rúmlega helmingi var blóðinu safnað fyrir tuttugu árum og af þeim eru rúmlega sjö þúsund látnir. „Þá getum við fundið fimm prósent af fólki milli 60 og 80 ára sem eru með tæplega 90 prósent líkur á að deyja innan næstu fimm ára. Síðan getum við fundið önnur fimm prósent sem eiga raunverulega engar líkur á að deyja innan næstu fimm ára,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Og er það þá bara þannig að það væri hægt að taka blóðprufu úr manneskju og spá fyrir um hvenær hún deyr? „Það væri hægt að leiða líkum að því hvað hún komi til með að lifa lengi eða skamman tíma. En allar þessar tölur byggjast á meðaltali, þetta er þó ekki annað en spádómur sem er nokkuð nákvæmur. En þó með töluverða skekkju,“ segir Kári. Myndi ekki vilja vita sjálfur Líkur á því að deyja fljótlega tengjast ýmsum eiginleikum, að sögn Kára. Þeir sem séu líklegri til að eiga stutt eftir ólifað séu til dæmis með mun minni handstyrk en almennt gerist. „Þeir standa sig verr í úthaldsprófi, þeir standa sig verr á gáfnaprófum.“ En hvernig geta þessar niðurstöður nýst? Til dæmis til lyfjaþróunar, segir Kári, en kveðst þó ekki hafa áhuga á því sjálfur að vita ævi sína alla. „Ég er ekkert sérstaklega forvitinn um að vita hversu mikið ég á eftir. Ég vona að það verði sem mest en ég er búinn að lifa ágætu lífi. Það er allt í lagi þó að það verði búið.“ Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Rannsóknin hófst fyrir tveimur árum en fræðigrein er væntanleg á næstu vikum. Mæld voru prótein, eða eggjahvítuefni, í blóði um fjörutíu þúsund Íslendinga. Hjá rúmlega helmingi var blóðinu safnað fyrir tuttugu árum og af þeim eru rúmlega sjö þúsund látnir. „Þá getum við fundið fimm prósent af fólki milli 60 og 80 ára sem eru með tæplega 90 prósent líkur á að deyja innan næstu fimm ára. Síðan getum við fundið önnur fimm prósent sem eiga raunverulega engar líkur á að deyja innan næstu fimm ára,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Og er það þá bara þannig að það væri hægt að taka blóðprufu úr manneskju og spá fyrir um hvenær hún deyr? „Það væri hægt að leiða líkum að því hvað hún komi til með að lifa lengi eða skamman tíma. En allar þessar tölur byggjast á meðaltali, þetta er þó ekki annað en spádómur sem er nokkuð nákvæmur. En þó með töluverða skekkju,“ segir Kári. Myndi ekki vilja vita sjálfur Líkur á því að deyja fljótlega tengjast ýmsum eiginleikum, að sögn Kára. Þeir sem séu líklegri til að eiga stutt eftir ólifað séu til dæmis með mun minni handstyrk en almennt gerist. „Þeir standa sig verr í úthaldsprófi, þeir standa sig verr á gáfnaprófum.“ En hvernig geta þessar niðurstöður nýst? Til dæmis til lyfjaþróunar, segir Kári, en kveðst þó ekki hafa áhuga á því sjálfur að vita ævi sína alla. „Ég er ekkert sérstaklega forvitinn um að vita hversu mikið ég á eftir. Ég vona að það verði sem mest en ég er búinn að lifa ágætu lífi. Það er allt í lagi þó að það verði búið.“
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira