Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2021 15:06 Guðmundur Gísli Geirdal getur lagt netin skuldlaus og sæll. Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings. Forsaga málsins er sú að þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur Gísli Geirdal út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og eiginkonu hans í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar. Sælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist Grímur Már Þórólfsson skiptastjóri þess að Guðmundur og frú greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði Grímur skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Rágjöf hafi verið röng Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og frú myndu greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í nóvember 2019 og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur áfrýjaði málinu til Landsréttar. Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa fengið ranga ráðgjöf á sínum tíma. „Svo ætlaði ég að áfrýja þessu, hafði beðið eftir því í ár og sá að líklega færi bróðurparturinn af því næsta líka í þetta. Svo ég ákvað að hætta við það,“ segir Guðmundur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness um gjafagjörninginn stendur því. Greiddi öllum í topp „Ég bara greiddi þessa upphæð,“ segir Guðmundur og lýsir því hvernig hann hafi gert upp við kröfuhafana einn af öðrum. „Borgaði öllum í topp til að láta þetta ekki eyðileggja fleiri mánuði af lífi mínu.“ Þær upplýsingar fengust frá skiptastjóra að kröfuhafar hafi upphaflega verið fimmtán. Guðmundur hafi gert sjálfur upp við flesta þeirra svo eftir hafi staðið fjórir. Kröfur þeirra námu rúmlega 21 milljón og fengust allar greiddar að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Guðmundur segist hafa selt fasteign sem hann átti til að fjármagna greiðslurnar, þannig hafi allir fengið sitt. „Ég fékk eina til tvær milljónir í afang,“ segir Guðmundur. Saknar sjávar í blíðunni Þannig hafi það endað að hann sé skuldlaus við guð og menn, allavega menn segir Guðmundur. Hann er þó hvergi af baki dottinn þegar kemur að því að sækja miðin. Meiðsli á fæti geri það þó að verkum að hann sé á föstu landi sem stendur. „Það er blíða og ég vildi svo sannarlega vera á sjónum.“ Sjávarútvegur Kópavogur Gjaldþrot Tengdar fréttir Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Ármann leiðir lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram þann 26. maí. 25. janúar 2018 21:31 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Forsaga málsins er sú að þann 15. janúar 2017 gaf Guðmundur Gísli Geirdal út veðskuldabréf að höfuðstól 50 milljónir króna til 30 ára með fimm prósent vöxtum, þinglýst á 2. veðrétt á fasteign í eigu hans og eiginkonu hans í Kópavogi. Kröfuhafi var Sælind ehf. Fyrsti gjalddagi átti að vera 15. mars 2017 og svo mánaðarlega eftir það. Afborganirnar voru aldrei greiddar. Sælind ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta á síðasta ári og krafðist Grímur Már Þórólfsson skiptastjóri þess að Guðmundur og frú greiddu þrotabúinu 50 milljónir. Kröfunni var hafnað og höfðaði Grímur skiptastjóri því mál fyrir dómstólum. Byggði hann kröfu sína á því að þegar veðskuldabréfinu hafi verið aflýst hafi verið fyrirséð að félagið stefndi í þrot. Rágjöf hafi verið röng Augljóst hafi verið að aflýsing veðskuldabréfsins hafi haft þann tilgang að koma eignum félagsins undan áður en félagið yrði gjaldþrota. Um gjafagerning hafi verið að ræða. Krafðist skiptastjóri þess að aflýsingunni yrði rift og að Guðmundur og frú myndu greiða þrotabúinu 50 milljónir. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu í nóvember 2019 og féll dómur þrotabúinu í vil. Voru Guðmundur og Linda því dæmd til að greiða þrotabúinu milljónirnar 50, auk dráttarvaxta. Guðmundur áfrýjaði málinu til Landsréttar. Guðmundur segist í samtali við Vísi hafa fengið ranga ráðgjöf á sínum tíma. „Svo ætlaði ég að áfrýja þessu, hafði beðið eftir því í ár og sá að líklega færi bróðurparturinn af því næsta líka í þetta. Svo ég ákvað að hætta við það,“ segir Guðmundur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness um gjafagjörninginn stendur því. Greiddi öllum í topp „Ég bara greiddi þessa upphæð,“ segir Guðmundur og lýsir því hvernig hann hafi gert upp við kröfuhafana einn af öðrum. „Borgaði öllum í topp til að láta þetta ekki eyðileggja fleiri mánuði af lífi mínu.“ Þær upplýsingar fengust frá skiptastjóra að kröfuhafar hafi upphaflega verið fimmtán. Guðmundur hafi gert sjálfur upp við flesta þeirra svo eftir hafi staðið fjórir. Kröfur þeirra námu rúmlega 21 milljón og fengust allar greiddar að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Guðmundur segist hafa selt fasteign sem hann átti til að fjármagna greiðslurnar, þannig hafi allir fengið sitt. „Ég fékk eina til tvær milljónir í afang,“ segir Guðmundur. Saknar sjávar í blíðunni Þannig hafi það endað að hann sé skuldlaus við guð og menn, allavega menn segir Guðmundur. Hann er þó hvergi af baki dottinn þegar kemur að því að sækja miðin. Meiðsli á fæti geri það þó að verkum að hann sé á föstu landi sem stendur. „Það er blíða og ég vildi svo sannarlega vera á sjónum.“
Sjávarútvegur Kópavogur Gjaldþrot Tengdar fréttir Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43 Ármann leiðir lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram þann 26. maí. 25. janúar 2018 21:31 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Bæjarfulltrúi dæmdur til að greiða þrotabúi 50 milljónir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, þarf að greiða þrotabúi útgerðar sem var í hans eigu 50 milljónir auk dráttarvaxta 28. nóvember 2019 10:43
Ármann leiðir lista Sjálfstæðismanna í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fara fram þann 26. maí. 25. janúar 2018 21:31