Efast um getu landlæknis Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júní 2021 12:00 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir/Egill Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með réttindum sjúklinga. Samtökin kalla eftir óháðri úttekt á starfsemi allra deilda á geðsviði Landspítala. Fram kemur í yfirlýsingu Geðhjálpar sem send var fjölmiðlum í morgun að í nóvember árið 2020 hafi fimm þáverandi og fyrrverandi starfsmenn öryggis- og réttargeðdeilda Landspítala komið á fund Geðhjálpar. Þeir hafi sagt frá alvarlegum atvikum í starfsemi deildanna gagnvart notendum þjónustunnar sem, að mati lögfræðings Geðhjálpar, kunni að varða hegningarlög. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar telur að fá ætti óháðan aðila á borð við umboðsmann alþingis til að sinna eftirliti í málaflokknum í stað landlæknis. „Og þá erum við að tala um á stöðum þar sem fólk er vistað í langan tíma gegn sínum vilja. Viðbrögðin við ábendingum sem komu frá okkur í greinargerð eftir að starfsmenn leituðu til okkar í nóvember, gefa tilefni til þess að efast um getu embættisins til að sinna þessu eftirlitshlutverki,“ segir Grímur. Vilja „alvöru rannsókn“ Geðhjálp túlki viðbrögð embættisins á þann veg að ekki sé tekið mark á ábendingunum því þær séu settar fram undir nafnleynd. „Og að það sé einhvers konar afsökun fyrir því að taka ekki málið föstum tökum, að það sé eitthvað flókið að taka á málum? Auðvitað á að fara í alvöru rannsókn á því þegar svona alvarlegar ábendingar koma fram.“ Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að embættið sé ekki reiðubúið að bregðast við bréfi Geðhjálpar að svo stöddu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um réttindi sjúklinga og beitingu nauðungar er á dagskrá á fundi velferðarnefndar nú í morgun. Lagt er til í frumvarpinu að skýrt verði kveðið á um að beiting nauðungar gagnvart sjúklingum á heilbrigðisstofnunum verði bönnuð og að bannið nái einnig til fjarvöktunar. Gert er ráð fyrir að yfirlækni eða vakthafandi sérfræðilækni verði heimilt að víkja frá slíku banni í sérstökum einstaklingsbundnum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að beita nauðung í neyðartilvikum. „Hvernig er betra að setja það í lög þegar eftirlitið er ekkert? Það hefur ekkert breyst, og það er það sem er mjög slæmt,“ segir Grímur. Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingu Geðhjálpar sem send var fjölmiðlum í morgun að í nóvember árið 2020 hafi fimm þáverandi og fyrrverandi starfsmenn öryggis- og réttargeðdeilda Landspítala komið á fund Geðhjálpar. Þeir hafi sagt frá alvarlegum atvikum í starfsemi deildanna gagnvart notendum þjónustunnar sem, að mati lögfræðings Geðhjálpar, kunni að varða hegningarlög. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar telur að fá ætti óháðan aðila á borð við umboðsmann alþingis til að sinna eftirliti í málaflokknum í stað landlæknis. „Og þá erum við að tala um á stöðum þar sem fólk er vistað í langan tíma gegn sínum vilja. Viðbrögðin við ábendingum sem komu frá okkur í greinargerð eftir að starfsmenn leituðu til okkar í nóvember, gefa tilefni til þess að efast um getu embættisins til að sinna þessu eftirlitshlutverki,“ segir Grímur. Vilja „alvöru rannsókn“ Geðhjálp túlki viðbrögð embættisins á þann veg að ekki sé tekið mark á ábendingunum því þær séu settar fram undir nafnleynd. „Og að það sé einhvers konar afsökun fyrir því að taka ekki málið föstum tökum, að það sé eitthvað flókið að taka á málum? Auðvitað á að fara í alvöru rannsókn á því þegar svona alvarlegar ábendingar koma fram.“ Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að embættið sé ekki reiðubúið að bregðast við bréfi Geðhjálpar að svo stöddu. Frumvarp heilbrigðisráðherra um réttindi sjúklinga og beitingu nauðungar er á dagskrá á fundi velferðarnefndar nú í morgun. Lagt er til í frumvarpinu að skýrt verði kveðið á um að beiting nauðungar gagnvart sjúklingum á heilbrigðisstofnunum verði bönnuð og að bannið nái einnig til fjarvöktunar. Gert er ráð fyrir að yfirlækni eða vakthafandi sérfræðilækni verði heimilt að víkja frá slíku banni í sérstökum einstaklingsbundnum tilfellum. Einnig er gert ráð fyrir að heimilt verði að beita nauðung í neyðartilvikum. „Hvernig er betra að setja það í lög þegar eftirlitið er ekkert? Það hefur ekkert breyst, og það er það sem er mjög slæmt,“ segir Grímur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Geðheilbrigði Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira