Spariafmælistónleikar fyrstu plötu Moses Hightower Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2021 13:00 Platan Búum til börn kom út fyrir 11 árum. Sigríður Ása Moses Hightower ætlar að halda afmælistónleikaröð í tilefni þess að 11 ár eru síðan fyrsta platan þeirra, Búum til börn, kom út. Platan verður flutt í heild – með lúðrum, bakröddum og mörgum af upprunalegu flytjendunum. „Sum lögin á fyrstu plötunni höfum við ekki spilað síðan sirka 2011, þannig að þetta verður fróðlegt. Hljómsveitin er allt öðruvísi í dag, og meðlimirnir auðvitað farnir að láta talsvert á sjá, en við erum enn að,“ segir Steingrímur Karl Teague meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða sérstaka spariafmælistónleika. Tónleikarnir fara fram 10. og 11. júní í Bæjarbíói í Hafnarfirði, 12. júní á Græna hattinum Akureyri og 20. júní í Midgard Base Camp, Hvolsvelli. Einnig verða þar flutt nýrri lög, til dæmis af nýjustu plötu þeirra Lyftutónlist. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins. „Þegar fyrsta plata hljómsveitarinnar Moses Hightower, Búum til börn, kom út í júlí 2010 voru gagnrýnendur og hlustendur sammála um að hér kvæði við nýjan tón í íslenskri tónlist. Útsetningar, hljóðheimur og spilamennska sóttu óspart í sálartónlist 7. og 8. áratugar, en textar þóttu minna á íslenskt lopapeysupopp frá sama tímabili, ekki síst Spilverk þjóðanna. Í öllu falli var plötunni tekið fagnandi, og lögin „Vandratað“ og „Bílalest út úr bænum“ hljómuðu látlaust úr viðtækjum landsins,“ segir í tilkynningu um tónleikana. Í kjölfarið birtist platan á hinum og þessum listum yfir bestu plötur ársins, og sveitin fékk tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins og textahöfunda ársins. „Í tilefni þess að 11 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar (gisp!) ætlar hljómsveitin að halda tónleika hringinn í kringum landið, skrýdd mörgum af sömu silkimjúku gestaflytjendunum og heiðruðu hana á plötunni: Óskar Guðjónsson leikur á sax, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og Kjartan Hákonarson á trompet og flugelhorn, og bakraddir syngja Bryndís Jakobsdóttir og Rakel Sigurðardóttir. Sannkallaðir sparitónleikar þar sem platan verður leikin í heild sinni, ásamt feikivel völdum öðrum lögum Mosesar, m.a. af nýjustu plötu þeirra, Lyftutónlist!“ Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Platan verður flutt í heild – með lúðrum, bakröddum og mörgum af upprunalegu flytjendunum. „Sum lögin á fyrstu plötunni höfum við ekki spilað síðan sirka 2011, þannig að þetta verður fróðlegt. Hljómsveitin er allt öðruvísi í dag, og meðlimirnir auðvitað farnir að láta talsvert á sjá, en við erum enn að,“ segir Steingrímur Karl Teague meðlimur sveitarinnar í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða sérstaka spariafmælistónleika. Tónleikarnir fara fram 10. og 11. júní í Bæjarbíói í Hafnarfirði, 12. júní á Græna hattinum Akureyri og 20. júní í Midgard Base Camp, Hvolsvelli. Einnig verða þar flutt nýrri lög, til dæmis af nýjustu plötu þeirra Lyftutónlist. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins. „Þegar fyrsta plata hljómsveitarinnar Moses Hightower, Búum til börn, kom út í júlí 2010 voru gagnrýnendur og hlustendur sammála um að hér kvæði við nýjan tón í íslenskri tónlist. Útsetningar, hljóðheimur og spilamennska sóttu óspart í sálartónlist 7. og 8. áratugar, en textar þóttu minna á íslenskt lopapeysupopp frá sama tímabili, ekki síst Spilverk þjóðanna. Í öllu falli var plötunni tekið fagnandi, og lögin „Vandratað“ og „Bílalest út úr bænum“ hljómuðu látlaust úr viðtækjum landsins,“ segir í tilkynningu um tónleikana. Í kjölfarið birtist platan á hinum og þessum listum yfir bestu plötur ársins, og sveitin fékk tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötu ársins og textahöfunda ársins. „Í tilefni þess að 11 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar (gisp!) ætlar hljómsveitin að halda tónleika hringinn í kringum landið, skrýdd mörgum af sömu silkimjúku gestaflytjendunum og heiðruðu hana á plötunni: Óskar Guðjónsson leikur á sax, Samúel Jón Samúelsson á básúnu og Kjartan Hákonarson á trompet og flugelhorn, og bakraddir syngja Bryndís Jakobsdóttir og Rakel Sigurðardóttir. Sannkallaðir sparitónleikar þar sem platan verður leikin í heild sinni, ásamt feikivel völdum öðrum lögum Mosesar, m.a. af nýjustu plötu þeirra, Lyftutónlist!“
Tónlist Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira