Íslenski boltinn

Afturelding áfram á toppnum og fyrsti sigur HK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aftureldingastúlkur fagna.
Aftureldingastúlkur fagna. mynd/facebook síða aftureldingar/Lárus wöhler

Afturelding vann 3-1 sigur á Gróttu í 5. umferð Lengjudeildar kvenna og er því Afturelding áfram á toppi deildarinnar.

Afturelding er með þrettán stig en Mosfellingar hafa farið frábærlega af stað. Þær hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjunum en Grótta er í 4. sætinu, sex stigum á eftir Aftureldingu.

Víkingur er áfram í kringum toppinn en Víkingur vann 2-1 sigur á Augnablik á útivelli. Víkingur er í þriðja sætinu með átta stig en Augnablik er í sjöunda sætinu með fjögur stig.

Þriðji og síðasti leikur dagsins, sem er lokið, fór fram að Ásvöllum en HK vann 1-0 sigur á Haukum. Þetta var fyrsti sigur HK í deildinni en Haukar eru einungis með fjögur stig eftir fjóra leiki.

ÍA og FH mætast á Skaganum klukkan 18.00 og síðasti leikur 5. umferðarinnar fer fram í Vesturbænum á morgun er KR og Grindavík mætast klukkan 19.15.

Úrslit eru fengin frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×