Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 01:39 Guðlaugur hafði betur eftir spennandi prófkjör. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03
„Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27