Guðlaugur sigrar í leiðtogaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júní 2021 01:39 Guðlaugur hafði betur eftir spennandi prófkjör. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafði betur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í slagnum um leiðtogasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í kvöld. 182 atkvæðum munaði á ráðherrunum. Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Baráttan var afar spennandi en Guðlaugur leiddi í byrjun kvölds þar til Áslaug tók fram úr honum þegar þriðju tölur voru birtar klukkan 23. Guðlaugur tók svo aftur forystu þegar fjórðu tölur birtust á miðnætti og hélt henni þegar lokatölur voru birtar. Alls tóku 7.493 þátt í prófkjörinu og af 7.208 gildum kjörseðlum voru 3.508 með Guðlaug í fyrsta sætinu. Áslaug er í öðru sætinu með 4.912 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bæði munu þau leiða lista flokksins í Reykjavík, annað í suðri en hitt í norðri. Sjá einnig: Hvað þýðir leiðtogasæti fyrir Guðlaug og Áslaugu? Áslaug mun leiða lista í öðru Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Þrjár konur í efstu fjórum Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, endaði í þriðja sæti í prófkjörinu og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í því fjórða. Í fimmta sæti var síðan þingmaðurinn Bryjar Níelsson og annar þingmaður flokksins, Birgir Ármannsson, í því sjötta. Kjartan Magnússon endaði í sjöunda sætinu en Friðjón R. Friðjónsson í því áttunda. Sigríður Á Andersen, sem leiddi lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu kosningar, komst ekki í efstu átta sætin. Hér má sjá niðurstöðurnar úr prófkjörinu: Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 3.508 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 4.912 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 2.875 atkvæði í 1.-3. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 2.861 atkvæði í 1.-4. sæti. Brynjar Níelsson: 3.311 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 4.173 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 3.449 atkvæði í 1.-7. sæti. Friðjón R. Friðjónsson: 3.148 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03 „Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Guðlaugur tekur afgerandi forystu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er aftur kominn með forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar um 1.500 atkvæði eru ótalin. 6. júní 2021 00:03
„Ég er alveg afslöppuð með þessa niðurstöðu“ Útlit er fyrir að fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, sem hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra, Sigríðu Á. Andersen, sé á leið af þingi eftir kjörtímabilið. Hún segir vonbrigði að vera í áttunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að tæpur helmingur atkvæða hefur verið talinn. 5. júní 2021 22:27