Guðlaugur leiðir með hundrað atkvæðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 21:05 Guðlaugur heldur forystunni. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er enn með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að aðrar tölur voru gefnar út. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 101 atkvæði skilja þau að. Guðlaugur er með 1.525 atkvæði í fyrsta sætinð en Áslaug hefur fengið 1.424 atkvæði í fyrsta sætið. Samtals er hún með 2.116 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Tæplega helmingur atkvæða hefur verið talinn eða 3.113 af um 7.500 atkvæðum. Næstu tölur eiga að birtast klukkan 23. Áslaug og Guðlaugur munu leiða lista flokksins hvort í sínu Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Engar breytingar urðu á röð þeirra efstu átta sem taka þátt í prófkjörinu. Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, og í því fjórða er Brynjar Níelsson þingmaður. Slæmt gengi Sigríðar Á Andersen þingmanns samkvæmt töldum atkvæðum vekur nokkra athygli en hún sóttist eftir öðru sæti á lista en er í því áttunda í prófkjörinu. Þar sem Reykjavík er skipt upp í tvö kjördæmi myndi áttunda sæti í prófkjörinu skila Sigríði fjórða sæti á lista í örðu hvoru kjördæminu. Sigríður hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún sagði af sér eftir Landsréttarmálið og tók Áslaug við embættinu í september 2019. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt öðrum tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Guðlaugur er með 1.525 atkvæði í fyrsta sætinð en Áslaug hefur fengið 1.424 atkvæði í fyrsta sætið. Samtals er hún með 2.116 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Tæplega helmingur atkvæða hefur verið talinn eða 3.113 af um 7.500 atkvæðum. Næstu tölur eiga að birtast klukkan 23. Áslaug og Guðlaugur munu leiða lista flokksins hvort í sínu Reykjavíkurkjördæminu.vísir/vilhelm Engar breytingar urðu á röð þeirra efstu átta sem taka þátt í prófkjörinu. Í þriðja sæti er Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, og í því fjórða er Brynjar Níelsson þingmaður. Slæmt gengi Sigríðar Á Andersen þingmanns samkvæmt töldum atkvæðum vekur nokkra athygli en hún sóttist eftir öðru sæti á lista en er í því áttunda í prófkjörinu. Þar sem Reykjavík er skipt upp í tvö kjördæmi myndi áttunda sæti í prófkjörinu skila Sigríði fjórða sæti á lista í örðu hvoru kjördæminu. Sigríður hóf kjörtímabilið sem dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar. Hún sagði af sér eftir Landsréttarmálið og tók Áslaug við embættinu í september 2019. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt öðrum tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 1.525 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 2.116 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 1.260 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 1.164 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 1.573 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 1.849 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 1.484 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 1.373 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavík Tengdar fréttir Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 5. júní 2021 19:05
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00