Sjálfstæðið krefst sjálfstrausts Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. júní 2021 08:01 Í dag og á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég gef kost á mér og óska eftir stuðningi í 3. sæti. Ég hef metnað til þess að vera málsvari þeirra verðmætu gilda og sjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar sem reynst hafa íslensku þjóðinni heilladrýgst í gegnum tíðina. Í mínum huga felst ákveðinn kjarni hennar í nafni flokksins, sem hefur skírskotun til sjálfstæðis landsins en getur líka mjög hæglega átt við sjálfstæði okkar allra sem frjálsra einstaklinga. Sjálfstætt land Rétt eins og önnur ríki treystir Ísland ákaflega mikið á gott og sanngjarnt samstarf á alþjóðlegum vettvangi. Sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hef ég tekið þátt í því mikilvæga verkefni að standa vörð um hagsmuni Íslands, ásamt því að láta gott leiða af þátttöku okkar í margvíslegu samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæði Íslands, sem er meðal annars undirstrikað með því að hafa ekki aðild að Evrópusambandinu, gefur okkur umtalsvert meiri slagkraft en íbúafjöldi okkar segir til um. Við getum komið fram af sjálfstrausti og haft bæði hagsmuni okkar og mikilvægar hugsjónir í hávegum. Ég gef kost á mér til þess að standa vörð um þetta sjálfstæði. Sjálfstæðir einstaklingar Öll þau verðmæti sem til verða í samfélaginu eiga upptök sín í framtakssemi einstaklinga. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálmenn séu mjög meðvitaðir um að allar ákvarðanir þeirra geta haft þau áhrif að ýmist styðja við eða draga úr athafnaþreki og frumkvæði í samfélaginu. Að mínum dómi er um þessar mundir sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um rétt einstaklinga til þess að skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið. Of frekleg skattheimta, þunglamalegt regluverk og íþyngjandi afskipti af jafnvel smæstu fyrirtækjum geta smám saman dregið þróttinn úr framtakssömu fólki í atvinnurekstri. Sjálfstæðir einstaklingar sem hafa frelsi til athafna og sjálfstraust til að láta reyna á nýjar hugmyndir eru grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina staðið með stolti vörð um möguleika einstaklinga til þess að ná árangri á eigin verðleikum, ekki síst vegna þess að á þeim grundvelli getum við áfram boðið upp á hið góða og mannvænlega velferðarsamfélag sem breið pólitísk sátt ríkir um hér á landi. Frelsið þarfnast málsvara Ég óska eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég tel að mín kynslóð þurfi að axla ábyrgð á því að standa vörð um þau gildi sem sjálfstæðisstefnan byggist á. Ég vil að börnin mín njóti ekki síðri lífsgæða og tækifæra heldur en ég hef gert, og ég veit að til þess að kynslóð foreldra minna fái notið verðskuldaðs öryggis og góðrar þjónustu í framtíðinni þarf að standa vörð um sjálfstæði bæði þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Ég vonast eftir tækifæri til að leggja mitt af mörkunum í þeirri baráttu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ég gef kost á mér og óska eftir stuðningi í 3. sæti. Ég hef metnað til þess að vera málsvari þeirra verðmætu gilda og sjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar sem reynst hafa íslensku þjóðinni heilladrýgst í gegnum tíðina. Í mínum huga felst ákveðinn kjarni hennar í nafni flokksins, sem hefur skírskotun til sjálfstæðis landsins en getur líka mjög hæglega átt við sjálfstæði okkar allra sem frjálsra einstaklinga. Sjálfstætt land Rétt eins og önnur ríki treystir Ísland ákaflega mikið á gott og sanngjarnt samstarf á alþjóðlegum vettvangi. Sem aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hef ég tekið þátt í því mikilvæga verkefni að standa vörð um hagsmuni Íslands, ásamt því að láta gott leiða af þátttöku okkar í margvíslegu samstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Sjálfstæði Íslands, sem er meðal annars undirstrikað með því að hafa ekki aðild að Evrópusambandinu, gefur okkur umtalsvert meiri slagkraft en íbúafjöldi okkar segir til um. Við getum komið fram af sjálfstrausti og haft bæði hagsmuni okkar og mikilvægar hugsjónir í hávegum. Ég gef kost á mér til þess að standa vörð um þetta sjálfstæði. Sjálfstæðir einstaklingar Öll þau verðmæti sem til verða í samfélaginu eiga upptök sín í framtakssemi einstaklinga. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að stjórnmálmenn séu mjög meðvitaðir um að allar ákvarðanir þeirra geta haft þau áhrif að ýmist styðja við eða draga úr athafnaþreki og frumkvæði í samfélaginu. Að mínum dómi er um þessar mundir sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn standi vörð um rétt einstaklinga til þess að skapa verðmæti fyrir sjálfa sig og samfélagið. Of frekleg skattheimta, þunglamalegt regluverk og íþyngjandi afskipti af jafnvel smæstu fyrirtækjum geta smám saman dregið þróttinn úr framtakssömu fólki í atvinnurekstri. Sjálfstæðir einstaklingar sem hafa frelsi til athafna og sjálfstraust til að láta reyna á nýjar hugmyndir eru grundvöllur verðmætasköpunar í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina staðið með stolti vörð um möguleika einstaklinga til þess að ná árangri á eigin verðleikum, ekki síst vegna þess að á þeim grundvelli getum við áfram boðið upp á hið góða og mannvænlega velferðarsamfélag sem breið pólitísk sátt ríkir um hér á landi. Frelsið þarfnast málsvara Ég óska eftir stuðningi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins því ég tel að mín kynslóð þurfi að axla ábyrgð á því að standa vörð um þau gildi sem sjálfstæðisstefnan byggist á. Ég vil að börnin mín njóti ekki síðri lífsgæða og tækifæra heldur en ég hef gert, og ég veit að til þess að kynslóð foreldra minna fái notið verðskuldaðs öryggis og góðrar þjónustu í framtíðinni þarf að standa vörð um sjálfstæði bæði þjóðarinnar og frelsi einstaklingsins. Ég vonast eftir tækifæri til að leggja mitt af mörkunum í þeirri baráttu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður, aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og frambjóðandi til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar