Segir gögnunum hafa verið lekið í nóvember Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 3. júní 2021 19:01 Gögnum, sem varða heimildir lögreglu til hlerana og að skoða persónulega bankareikninga, var lekið til sakborninga í nóvember síðastliðnum að sögn verjanda. Sakborningarnir voru handteknir í mars á þessu ári. Hann setur spurningarmerki við verklag lögreglu í málinu. Það sé í hæsta máta undarlegt að lögregla rannsaki mögulegan leka hjá sjálfri sér. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til. Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að lögregla skoði nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Fréttastofa hefur undir höndum fimmtán úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um afléttingu bankaleyndar sem beinast gegn tveimur mönnum sem eru sakborningar í málinu. Nokkrir úrskurðir varða einnig heimild lögreglu til símhlustunar, myndupptöku og notkunar eftirfararbúnaðar. Úrskurðirnir spanna níu mánaða tímabil frá janúar 2020 til september 2020 en á þessum tíma voru mennirnir til rannsóknar. Steinbergur Finnbogason lögmaður hefur verið verjandi annars sakbornings í málinu. Hann hefur þó ekki stöðu verjanda hans í dag. „Þó að ég hafi ekki stöðu í málinu í dag nema vitnastöðu eftir þennan gagnaleka,“ segir Steinbergur. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum í gær að málið væri litið alvarlegum augum. Algjör trúnaðar- og þagnarskylda ríki um gögn sem þessi. Hann sagði jafnframt að lögregla viti ekki hvenær upplýsingarnar bárust sakborningum málsins. Segir að gögnunum hafi verið lekið í nóvember Steinbergur segir umbjóðanda sinn hafa haft samband við sig í nóvember í fyrra og sagst vera með gögnin undir höndum. „Þáverandi umbjóðandi minn óskaði eftir því að ég skoðaði þessi gögn með honum sem honum hafði áskotnast,“ segir Steinbergur og bætir við að fljótlega hafi lögregla fengið upplýsingar um málið. Hann hafi verið boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu vegna lekans í mars. „Og báru þá undir mig meðal annars hlerað símtal þar sem ég, sem lögmaður, var að ræða við umbjóðanda minn sem kom mér spánkst fyrir sjónir. Þeir vissu um það að umbjóðandi minn hafði þessi gögn undir höndum fyrir mörgum mánuðum síðan,“ segir Steinbergur. Segir undarlegt að lögregla rannsaki sjálfan sig Hann setur spurningarmerki við það að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki komið málinu í réttan farveg fyrr. „Mér finnst það í hæsta máta undarlegt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að rannsaka mögulegan leka hjá sjálfum sér,“ segir Steinbergur. Auk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum. Ljóst er að um þau á að ríkja algjör trúnaður. Segist ekki vita hvaðan gögnin koma Ert þú meðvitað um hvaðan umbjóðandi þinn fær gögnin? „Nei ég þekki það ekki og þó svo að ég gerði það þá myndi hvíla leynd yfir því.“ Heldurðu að þetta hafi spillt rannsókn málsins? „Það að lögregla geti ekki haldið á málsgögnunum sínum er gríðarlega alvarlegt fyrir rannsóknir mála eðli málsins samkvæmt,“ segir Steinbergur Finnbogason. Fjármálaeftirlitinu gert viðvart Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands viðvart um lekann. Þetta staðfestir Sigurður Valgeirsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bankastjóra. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að fjármálaeftirlitið muni taka umrætt mál til nánari skoðunar ef tilefni er til.
Lögreglumál Lögreglan Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira