Hvers vegna eru HPV mælingar ekki framkvæmdar á Landspítalanum? Auður Eiríksdóttir skrifar 3. júní 2021 09:31 Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni. Svör berast seint og illa til kvenna og virðist i mörgum tilfellum ekki skila sér. Er ástæðan tafir i Danmörku á úrlestri sýna eða skrifast það algerlega á heilsugæsluna? Er ekki búið að setja upp kerfi sem vinnandi er með? Reynsla Krabbameinsfélagsins af því að senda HPV sýni til Svíþjóðar var sú að of mikill tími fór í merkingar og pökkun, sendingartími var oft of langur, íslensku sýnin voru ekki i neinum forgangi og svartími í heild of langur. Mikil breyting varð á þegar Landspítali tók við mælingunum. Sýni voru send á mánudögum og svör bárust 2-3 dögum seinna og voru færð rafrænt inn í skimunarkerfið samdægurs. Á þeim tíma voru mæld um 6000 HPV sýni árlega og eingöngu ef frumusýni greindist með breytingar. Nú er hinsvegar byrjað á því að HPV mæla sýni frá konum 30 ára og eldri og frumusýni aðeins skoðuð ef HPV greinist. Áfram er þó fyrst skoðað frumusýni hjá konum yngri en 30 ára. Það er ekki að ástæðulausu að hægt er að mæla með því að HPV mælingar fari fram á Landspítalanum. Tæki þar eru fyrsta flokks og algerlega sambærileg við þau sem eru í notkun á hinum Norðurlöndunum. Nýjasta tækið, Cobas 8800, er mjög afkastamikið. Þegar þessar breytingar á skimuninni hafa verið gerðar má gera ráð fyrir að hlutfall frumusýna með forstigsbreytingum aukist verulega. Með gervigreindarskimun á frumusýnum sem tekin hafði verið upp hjá Krabbameinsfélaginu má ætla að vel sé hægt að sinna þessum hluta skimunar ásamt með öðrum frumu og vefjasýnagreiningum sem framkvæmdar eru á meinafræðideild Landspítala. Tveir meinafræðingar sem sérhæfðir eru í frumugreiningu (cytology) vinna á meinafræðideildinni og hafa báðir langa starfsreynslu bæði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Lífeindafræðingar frumurannsóknastofu hafa ekki verið ráðnir til vinnu í sínu fagi og má segja að þar sé mannauði fleygt á glæ. Utanumhald og eftirfylgni var mjög stór þáttur í leitarstarfi Krabbameinsfélagsins og því miður virðist ansi mikið skorta á að slíkt sé í lagi þessa mánuði sem heilsugæslan hefur haft skimunina á sínum snærum ef marka má frásagnir kvenna. Gera þarf óháða úttekt og fara vandlega í saumana á öllum þáttum skimunarferlisins eins og það er í dag. Taka þarf umkvartanir fólks til greina og taka ákvörðun um að gera betur í allri framkvæmd. Flytja þarf úrvinnslu sýna til Landspítala og koma upp virku boðunar og eftirlitskerfi. Höfundur er lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar