Ætla að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 23:38 Vísindamenn NASA telja að finna megi mikla þekkingu á sólkerfinu og þróun reykistjarna. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að senda tvö geimför til Venusar á næstu árum. Með því vilja vísindamenn öðlast þekkingu um það hvernig reikistjarnan varð að þeim bakaraofni sem hún er, ef svo má að orði komast, þrátt fyrir að hún líkist á margan hátt jörðinni og var mögulega fyrsta lífvænlega reikistjarna sólkerfisins. Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030. Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Venus hefur verið kölluð systurpláneta jarðarinnar. Hún er aðeins minni en jörðin, er sú reikistjarna sem er næst jörðinni og er önnur reikistjarnan frá sólinni. Aðstæður í andrúmslofti Venusar eru mjög öfgafullar. Meðalhitastig á Venusi er talið um 480 gráður og er hún heitasta pláneta sólkerfisins. Andrúmsloft reikistjörnunnar er gífurlega þykkt og þar er þrýstingur sömuleiðis mjög mikill. Andrúmsloftið er að mestu úr koltvísýringi og rignir þar brennisteinssýru, eins og fram kemur á Vísindavefnum. Þetta verður í fyrsta sinn sem NASA sendir geimför til Venusar frá 1978 og vonast er til að geimförin muni auka þekkingu vísindamanna á reikistjörnunni, jörðinni og öðrum reikistjörnum sólkerfisins, samkvæmt tilkynningu á vef stofnunarinnar. In today's #StateOfNASA address, we announced two new @NASASolarSystem missions to study the planet Venus, which we haven't visited in over 30 years! DAVINCI+ will analyze Venus atmosphere, and VERITAS will map Venus surface. pic.twitter.com/yC5Etbpgb8— NASA (@NASA) June 2, 2021 DAVINCI+ Fyrsta verkefnið sem forsvarsmenn NASA völdu kallast DAVINCI+. Það snýst um að rannsaka andrúmsloft Venusar, greina samsetningu þess og skilja hvernig það myndaðist og hvernig það hefur þróast í gegnum árin. DAVINCI+á verkefnið snýr einnig að því að taka myndir af ákveðnum svæðum Vensuar og varpa ljósi á það hvort flekahreyfingar eigi sér stað á reikistjörnunni, eins og talið er. VERITAS Hitt nefnist VERITAS en það snýr meðal annars að því að kortleggja yfirborð reikistjörnunnar og kanna hvort virk eldfjöll spúi vatnsgufu í andrúmsloft reikistjörnunnar. Þá verður geimfarið sem sent verður til Venusar notað til að finna ummerki flekahreyfinga. Geimvísindastofnanir Þýskalands, Frakklands og Ítalíu munu koma að þessu verkefni með NASA. VERITAS mun einnig bera nýja atómklukku (Deep Space Atomic Clock-2) sem vísindamenn NASA eru að þróa til að nota til lengri geimferða framtíðarinnar, þar sem nákvæmar klukkur eru mjög mikilvægar. Sérstaklega þegar snýr að sjálfvirkum geimförum framtíðarinnar. Nokkurs konar samkeppni var haldin um það hvaða verkefni yrðu valin. Í febrúar 2020 voru fjögur verkefni eftir en þessi tvö voru valin á þeim grundvelli að þau þykja líklegust til að heppnast og skila góðum árangri. Áætlað er að skjóta báðum geimförunum af stað á milli 2028 og 2030.
Geimurinn Bandaríkin Tækni Venus Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira