Drottningin meinaði þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2021 18:23 Elísabet Bretadrottning er sögð hafa meinað þeldökku fólki að vinna skrifstofustörf í höllinni. Fólk úr minnihlutahópum mátti hins vegar starfa við önnur þjónustustörf fyrir fjölskylduna. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breska dagblaðið Guardian hefur komist yfir skjöl sem leiða í ljós að Elísabet Englandsdrottning meinaði útlendingum og innflytjendum úr minnihlutahópum að starfa við skrifstofustörf í Buckingham höll. Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“ Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Skjölin eru frá seinni hluta sjöunda áratugsins. Þau eru hluti af skjölum sem hafa komið upp á yfirborðið í rannsókn blaðsins á áhrifum drottningar á lagasetningu í Bretlandi. Skjölin sýna að á árinu 1968 skrifaði fjármálastjóri drottningar að stefna hennar væri að litaðir innflytjendur og útlendingar ynnu ekki skrifstofustörf þó að þeir mættu vera í þjónustuliði hallarinnar. Ekki er ljóst hvenær þessu var hætt í höllinni. Buckingham hefur neitað að svara spurningum um bannið og hvenær því var aflétt. Í svari hallarinnar við fyrirspurnum Guardian segir að á tíunda áratuginum hafi þeldökkir innflytjendur starfað á skrifstofu hallarinnar en að fyrir þann tíma hafi höllin ekki haldið upplýsingum um kynþátt starfsmanna sinna til haga. Starfsmenn drottningarinnar geta ekki kært ójafnrétti til dómstóla Á áttunda áratug síðustu aldar voru lög innleidd á Englandi sem segja til um það að ekki megi hafna starfsumsókn fólks á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis þess. Drottningin var hins vegar undanskilin þessum lögum og gat því haldið áfram að velja starfsmenn sína út frá kynþætti. Það hefur meðal annars leitt til þess að starfsmenn úr minnihlutahópum, sem telja sig sæta slíku ójafnrétti, geta ekki leitað til dómstóla. Komi slíkar ásakanir upp er tekið á málinu innan hallarinnar og er sérstök nefnd kölluð til í slíkum tilfellum. Spurningum um hvað feljist í störfum nefndarinnar hefur þó ekki verið svarað af höllinni. Gagnrýnendur konungsfjölskyldunnar hafa lengi bent á meintan rasismsa innan hallarinnar og var það síðast til umfjöllunar fyrr á þessu ári þegar Meghan Markle og prins Harry stigu fram og greindu frá því að meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi lýst yfir áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra. Móðir Markle er, eins og flestir vita, svört. Ásökun hjónanna leiddi til þess að bróðir Harry, Vilhjálmur Bretaprins, steig fram og sagði fjölskylduna „alls ekki rasíska.“
Bretland England Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ samband við föður sinn Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið. 19. mars 2021 20:20
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37