Róbert Wessman kaupir íbúð fyrir 2,4 milljarða á Flórída Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 16:19 Róbert Wessman er langstærsti hluthafi Aztiq, sem festi kaup á um 2,4 milljarða króna lúxusíbúð fyrr á árinu. alvogen/Ritz-Carlton Aztiq, fjárfestingafélag Róberts Wessman, hefur fest kaup á 2,4 milljarða króna lúxusíbúð á Flórída. Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira