Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2021 07:50 Hér má sjá stöðuna á Gróðurhúsinu eins og hún var í gær, þriðjudag. Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“ Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Gróðurhússins, segir í samtali við fréttastofu að um uppbyggingu fyrir rúman milljarð króna sé að ræða en sami hópur stendur einnig fyrir uppbyggingu í Reykjadal, fyrir ofan Hveragerði. Sjá einnig: Opna kaffihús og boða mikla uppbyggingu í Reykjadal Gróðurhúsið kallast á ensku Greenhouse og hótelið mun heita Greenhouse Hotel, með 49 herbergjum. Samkvæmt tilkynningu verður það svokallað boutique hótel, á tveimur efri hæðum hússins, og verður áhersla lögð á sjálfbærni, gæða herbergi og skemmtilega stemningu. Hönnun herbergja mun tengja vel við Gróðurhúsið sjálft. Svona á framhlið Gróðurhússins að líta út. Þar verða vörumerki eins og Epal, Kormákur & Skjöldur, Álafoss og Te og Kaffi einnig með aðstöðu, auk þess sem Rut Káradóttir, innanhússarkitekt, og eiginmaður hennar munu opna ísbúð og ný sælkeraverslun sem ber nafnið Me & Mu verður þar einni starfrækt. Í henni verður áhersla lögð á matvæli ræktuð og unnin í héraði. Mathöll Suðurlands verður einnig í húsinu og þar verða veitingastaðir eins og Hipstur, Block Burger, Wok on og Taco vagninn. Bar Gróðurhússins verður í glerskála hússins en upp á honum verða svalir þar sem gestir geta virt umhverfið fyrir sér. Upphaflega stóð til að opna Gróðurhúsið í fyrra en það var áður en „skepnan Covid-19 kom til byggða“ eins og Brynjólfur orðar það. Vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, ákváðu forsvarsmenn verkefnisins að fresta opnun um eitt ár. Brynjólfur segir að Gróðurhúsið eigi ekki bara að vera staður fyrir erlenda ferðamenn og mikið sé lagt upp úr því að þjónusta Íslendinga. „Við horfum mikið til heimamanna og Íslendinga á ferðinni. Það verða að vera vörur og þjónusta sem Íslendingum líkar við,“ segir Brynjólfur. Hann segir einnig að mikið hafi verið lagt upp úr því að vera með skemmtilegt úrval þjónustu og vísar í að í Gróðurhúsinu verði hægt að finna kaffihús, bar, matvöruverslun, ísbúð, búð fyrir ferðamenn og annað. Gróðurhúsið eins og það á að líta út að aftan. Brynjólfur segir hópinn stefna á áframhaldandi uppbyggingu, bæði hvað varðar Gróðurhúsið og Reykjadal. „Við erum að sjá þetta sem heildræna nálgun og við erum að veðja á þetta svæði,“ segir Brynjólfur. Hann segir mjög góða stemningu vera að skapast í Hveragerði og að nálægðin við höfuðborgarsvæðið hjálpi einnig. „Reykjadalurinn er gífurlega vinsæll og Hengillinn fyrir ofan. Það er mikil útivist og annað sem hægt er að sækja í og við teljum mikið af tækifærum hér, bæði fyrir ferðamanninn og Íslendinginn.“
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veitingastaðir Matur Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira