Þingmenn skulda Samherja engar skýringar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júní 2021 14:08 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/Vilhelm Rætt var um Samherjamálið í umræðum um störf þingisins á Alþingi í dag og gerði Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bréf sem fyrirtækið sendi menntamálaráðherra að umtalsefni. Líkt og greint var frá í gær sendi lögmaður á vegum Samherja bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt. „Ég vil líka segja það að mér finnst Samherji ganga of langt. Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þetta sé gert til þess að þreyta laxinn og vonast til að hann gefist upp,” sagði Lilja aðspurð um álit á aðgerðum Samherja. Guðmundur Andri sagði það ákaflega sérkennilegt samskiptaform að standa í bréfaskiftum af þesu tagi „Og lýsir hugsunarhætti manna sem telja sig ekki ríki í ríkinu, heldur ríki yfir ríkinu.” „Kannski er rétt að það komi fram, svo að ekki fari neitt á milli mála, að alþingismenn heyra ekki undir Samherja. Alþingismenn sækja ekki til Samherja umboð sitt til starfa hér, heldur til kjósenda. Til almennings í landinu. Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar á ummælum sínum sem falla í ræðustól hér,” sagði Guðmundur Andri. Umrætt bréfið var sent 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni, eða degi eftir að Lilja lét ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Lilja svaraði ekki bréfi Samherja og hafði Kjarninn eftir henni að brýnni mál hafi verið sett í forgang. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Líkt og greint var frá í gær sendi lögmaður á vegum Samherja bréf til Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, þar sem þess var óskað að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún átti við þegar hún sagði á þingi að fyrirtækið hefði gengið of langt. „Ég vil líka segja það að mér finnst Samherji ganga of langt. Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þetta sé gert til þess að þreyta laxinn og vonast til að hann gefist upp,” sagði Lilja aðspurð um álit á aðgerðum Samherja. Guðmundur Andri sagði það ákaflega sérkennilegt samskiptaform að standa í bréfaskiftum af þesu tagi „Og lýsir hugsunarhætti manna sem telja sig ekki ríki í ríkinu, heldur ríki yfir ríkinu.” „Kannski er rétt að það komi fram, svo að ekki fari neitt á milli mála, að alþingismenn heyra ekki undir Samherja. Alþingismenn sækja ekki til Samherja umboð sitt til starfa hér, heldur til kjósenda. Til almennings í landinu. Alþingismenn skulda Samherja engar skýringar á ummælum sínum sem falla í ræðustól hér,” sagði Guðmundur Andri. Umrætt bréfið var sent 27. apríl af lögmanninum Arnari Þór Stefánssyni, eða degi eftir að Lilja lét ummælin um Samherja falla á þingi. Fór Arnar fram að hún útskýrði nákvæmlega hvað hún hefði átt við. Lilja svaraði ekki bréfi Samherja og hafði Kjarninn eftir henni að brýnni mál hafi verið sett í forgang.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira