Sérfræðingar hafa áhyggjur af vanþekkingu Breta á píkunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 07:42 „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann.“ Meirihluti Breta veit ekki hvað allir hlutar píkunnar heita og þá vita nærri 40 prósent ekki hvar snípurinn er. Þetta eru niðurstöður könnunar sem gerð var meðal einstaklinga á biðstofum heilbrigðisstofnana. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar vekja áhyggjur af því að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel til að bera kennsl á þá kvilla sem þær kunna að þjást af né til að geta sannarlega veitt upplýst samþykki fyrir læknsifræðilegum inngripum. Um 170 konur tóku þátt í könnuninni og 20 karlar. Þátttakendurnir voru spurðir að því hversu mörg „göt“ konur hefðu sunnan naflans og voru beðnir um að nefna þau. Aðeins 46 prósent vissu að götin væru þrjú; þvagrásaropið, leggöngin og endaþarmsopið. „Við sjáum að það eru konur sem virðast ekki vita að þær eru með þvagrásarop, leggöng og endaþarmsop. Þær virðast halda að þvagrásaropið og leggöngin séu það sama,“ segir Fiona Reid, sérfræðingur í þvag- og kvensjúkdómalækningum við St. Mary's Hospital í Manchester. Þátttakendur fengu einnig mynd af píkunni og voru beðnir um að merkja inn eins marga hluta hennar og þeir gátu. Næstum helmingur valdi að sleppa þessum hluta könnunarinnar en aðeins 9 prósent gátu nefnt alla hluta píkunnar. Flestir gátu merkt inn leggöngin og endaþarmsopið en aðeins 49 prósent merktu inn skapabarmana og 18 prósent spöngina. Þá ruglaðist fólk á snípnum og þvagrásaropinu. „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann,“ segir Lynn Enright, höfundur bókarinnar Vagina: A Re-education. „Það kemur hins vegar ekki á óvart.“ Enright segist telja algengara að fólk kannist við innri æxlunarfæri kvenna en píkuna sjálfa. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk þekkti sjúkdóma sem herja á öll kyn mun betur en sjúkdóma tengda kvenlíffærunum. Þannig könnuðust flestir við sykursýki og heilablóðfall en aðeins um helmingur vissi hvað grindarbotnssig var og þá könnuðust aðeins 23 prósent við vöðvahnúta í legi. Báðir „sjúkdómar“ hrjá um þriðjung kvenna einhvern tímann á lífsleiðinni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Jafnréttismál Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Sérfræðingar segja niðurstöðurnar vekja áhyggjur af því að konur þekki líkama sinn ekki nægilega vel til að bera kennsl á þá kvilla sem þær kunna að þjást af né til að geta sannarlega veitt upplýst samþykki fyrir læknsifræðilegum inngripum. Um 170 konur tóku þátt í könnuninni og 20 karlar. Þátttakendurnir voru spurðir að því hversu mörg „göt“ konur hefðu sunnan naflans og voru beðnir um að nefna þau. Aðeins 46 prósent vissu að götin væru þrjú; þvagrásaropið, leggöngin og endaþarmsopið. „Við sjáum að það eru konur sem virðast ekki vita að þær eru með þvagrásarop, leggöng og endaþarmsop. Þær virðast halda að þvagrásaropið og leggöngin séu það sama,“ segir Fiona Reid, sérfræðingur í þvag- og kvensjúkdómalækningum við St. Mary's Hospital í Manchester. Þátttakendur fengu einnig mynd af píkunni og voru beðnir um að merkja inn eins marga hluta hennar og þeir gátu. Næstum helmingur valdi að sleppa þessum hluta könnunarinnar en aðeins 9 prósent gátu nefnt alla hluta píkunnar. Flestir gátu merkt inn leggöngin og endaþarmsopið en aðeins 49 prósent merktu inn skapabarmana og 18 prósent spöngina. Þá ruglaðist fólk á snípnum og þvagrásaropinu. „Það er hræðilegt að fólk viti svona lítið um píkuna og kvenlíkamann,“ segir Lynn Enright, höfundur bókarinnar Vagina: A Re-education. „Það kemur hins vegar ekki á óvart.“ Enright segist telja algengara að fólk kannist við innri æxlunarfæri kvenna en píkuna sjálfa. Könnunin leiddi einnig í ljós að fólk þekkti sjúkdóma sem herja á öll kyn mun betur en sjúkdóma tengda kvenlíffærunum. Þannig könnuðust flestir við sykursýki og heilablóðfall en aðeins um helmingur vissi hvað grindarbotnssig var og þá könnuðust aðeins 23 prósent við vöðvahnúta í legi. Báðir „sjúkdómar“ hrjá um þriðjung kvenna einhvern tímann á lífsleiðinni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Jafnréttismál Heilbrigðismál Bretland Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira