Óskar Smári: Markmaðurinn okkar spilaði sárþjáð Andri Már Eggertsson skrifar 31. maí 2021 21:40 Óskar Smári var nokkuð brattur með seinni hálfleik Tindastóls Vísir/Sigurjón Tindastóll er dottið úr Mjólkurbikarnum eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Breiðabliki. Þær lentu tveimur mörkum undir en náðu að minnka muninn í 2-1 en nær komust þær ekki og eru úr leik.Óskar Smári Haraldsson þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. „Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum. Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
„Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum.
Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira